Spurning

NATO-ríkin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Aðildarríki NATO eru 28 talsins. Stofnríki bandalagsins voru Bandaríkin, Belgía, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Ítalía, Kanada, Lúxemborg, Noregur og Portúgal. Sex stækkanir hafa átt sér stað frá stofnun NATO árið 1949: Grikkland og Tyrkland gerðust aðilar árið 1952, Þýskaland árið 1955, Spánn árið 1982, Pólland, Tékkland og Ungverjaland árið 1999, Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía árið 2004 og Albanía og Króatía árið 2009. Tuttugu og tvö þessara ríkja eru einnig aðilar að Evrópusambandinu (sjá töflu).

Aðildarríki og ár inngöngu
NATO/ESB-ríki Belgía (1949) Bretland (1949)
Búlgaría (2004) Danmörk (1949)
Eistland (2004) Frakkland (1949)
Grikkland (1954) Holland (1949)
Ítalía (1949) Króatía (2009)
Lettland (2004) Litháen (2004)
Lúxemborg (1949) Pólland (1999)
Portúgal (1949) Rúmenía (2004)
Slóvakía (2004) Slóvenía (2004)
Spánn (1984) Tékkland (1999)
Ungverjaland (1999) Þýskaland (1955)
NATO-ríki Albanía (2009) Bandaríkin (1949)
Ísland (1949) Kanada (1949)
Noregur (1949) Tyrkland (1952)

Aðild að NATO er opin öllum Evrópuríkjum sem geta framfylgt ákvæðum stofnsáttmálans og tekið þátt í að tryggja öryggi Norður-Atlantshafssvæðisins. Ákvarðanir um að veita ríkjum aðild að NATO eru teknar á vettvangi Norður-Atlantshafsráðsins á grundvelli samhljóða samþykkis fulltrúa allra aðildarríkja. Í dag sækjast fjögur ríki eftir aðild að NATO; þau eru Bosnía og Hersegóvína, Georgía, Svartfjallaland og Makedónía (Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu).

Við þetta svar er engin athugasemd Fela