Spurning
Hægt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Á fundi ráðherranefndar um Evrópumál þann 14. janúar komust Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð að samkomulagi um breytta meðferð aðildarviðræðna við Evrópusambandið fram yfir Alþingiskosningar. Á ríkisstjórnarfundi sem haldinn var í kjölfarið var eftirfarandi minnisblað kynnt og samþykkt: Samkomulag stjórnarflokkanna um breytta meðferð ESB-viðræðna fram yfir kosningar Minnisblað Frá: Ráðherranefnd um Evrópumál Til: Ríkisstjórnar- Í samræmi við ályktun Alþingis vorið 2009 sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu á þeim forsendum að þjóðin fengi að eiga lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Stjórnarflokkarnir hafa starfað að fullu í samræmi við samstarfsyfirlýsingu sína og ákvörðun Alþingis og álit meiri hluta utanríkismálanefndar hefur legið til grundvallar samningaferlinu.
- Nú er ljóst að viðræðurnar leiða ekki til samnings á yfirstandandi kjörtímabili.
- Af þeim 33 málaflokkum sem samið er um hefur Ísland afhent 29 samningsafstöður, viðræður eru hafnar um 27 og lokið um 11.
- Tafir hafa orðið á að viðræður gætu hafist um mikilvæga kafla svo sem sjávarútvegsmál þar sem Evrópusambandið hefur dregið að ljúka sinni rýniskýrslu um málið mánuðum saman. Einnig hefur dregist að ljúka samningsafstöðu Íslands í landbúnaði.
- Komandi mánuðir markast af undirbúningi undir alþingiskosningar. Í þessu ljósi þjónar það best hagsmunum Íslands að búið sé um málið með ábyrgum hætti fram að kosningum. Því er eftirfarandi lagt til:
- Ekki verður um frekari vinnu að ræða við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem enn eru ófrágengnir. Þetta eru sjávarútvegskaflinn (13), kaflar 3 og 4 um þjónustuviðskipti og staðfesturétt sem hafa tengingu yfir í sjávarútvegskaflana og landbúnaðarkaflinn (11).
- Ekki verður lögð áhersla á sérstaka ríkjaráðstefnu á útmánuðum og þeir tveir kaflar sem samningsafstaða hefur verið lögð fram í en ekki opnaðir bíða þá í óbreyttri stöðu.
- Varðandi þá 16 kafla sem nú standa opnir munu samninganefnd Íslands og sérfræðingar halda áfram uppi samskiptum við ESB um þá, án þess þó að kallað verði eftir frekari ákvörðunum framkvæmdar- eða löggjafarvalds.
- Utanríkisráðherra mun upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Hægt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið“. Evrópuvefurinn 14.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=70929. (Skoðað 2.1.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela