Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Ísland - 303 svör fundust
Niðurstöður

Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?

Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB...

Mundi aðild Íslands að NAFTA ekki fela í sér framsal á fullveldi rétt eins og aðild að Evrópusambandinu?

Nei. NAFTA er ekki yfirþjóðleg samtök eins og Evrópusambandið heldur einungis hefðbundinn milliríkjasamningur um fríverslun. Aðild að NAFTA felur því ekki í sér fullveldisframsal til yfirþjóðlegra stofnana. *** NAFTA stendur fyrir North-American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. N...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál? - Myndband

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? - Myndband

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Geta Íslendingar gert sér vonir um styrki frá ESB upp í ferðakostnað milli Íslands og Evrópu sökum fjarlægðar?

Ekki er ljóst á þessari stundu hvort og þá hvernig Ísland fellur inn í stefnu Evrópusambandsins gagnvart ystu svæðum þess og hvaða styrkir, aðlaganir eða sérlausnir myndu þá standa til boða. Það veltur á samningaviðræðum Íslands við ESB. Þar á meðal eru hugsanlegir styrkir til að lækka ferðakostnað milli Íslands o...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB? - Myndband

Einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildarríkj...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?

Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...

Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?

Öll aðildarríki Evrópusambandsins eru skyldug til að flýta klukkunni um klukkutíma á tímabilinu frá síðasta sunnudegi í mars til síðasta sunnudags í október. Með aðild að ESB yrði Ísland einnig að hafa sama háttinn á nema ef samningar næðust um annað. Tilskipunin sem kveður á um innleiðingu sumartíma var tekin upp...

Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?

Á grunni EES-samningsins hefur Ísland fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirrar löggjafar sem Ísland tekur upp í gegnum samninginn er umdeilt og hafa verið nefndar mjög misháar tölur í því sambandi. Í Svíþjóð er áætlað að 80% af öllum reglum sambandsins hafi verið innleiddar í sænska lö...

Transparency International

Transparency International eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru árið 1993 og berjast gegn spillingu um allan heim. Aðalstöðvar samtakanna eru í Berlín í Þýskalandi en sérstakar landsdeildir starfa á vegum þeirra í um það bil 100 löndum. Markmið samtakanna er að ná langtímaárangri í baráttunni gegn spillingu en...

Samstarfsráð Arabaríkjanna við Persaflóa

Samstarfsráði Arabaríkjanna við Persaflóa (e. Co-Operation Council for the Arab States of the Gulf, CCASG) eða „Flóaráðinu“ eins og það er yfirleitt kallað var komið á fót árið 1981. Aðildarríki ráðsins eru Sameinuðu arabísku furstadæmin, Konungsríkið Barein, Konungsríkið Sádi-Arabía, Soldánsveldið Óman, Katar og ...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Leita aftur: