Spurning
Ráðið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reglulega en í apríl, júní og október eru fundir þess haldnir í Lúxemborg. Ráðherraráðið er alltaf skipað einum ráðherra frá hverju aðildarríki. Ráðið fundar í ólíkum samsetningum eftir viðfangsefnum. Þannig funda landbúnaðarráðherrar um landbúnaðarmál, umhverfismálaráðherrar um umhverfismál og svo framvegis. Síðan Lissabon-sáttmálinn gekk í gildi árið 2009 eru samsetningar ráðsins eftirfarandi:- Almenna ráðið (e. General Affairs Council).
- Utanríkismálaráðið (e. Foreign Affairs Council).
- Efnahags- og fjármálaráðið (e. Economic and Financial Affairs Council).
- Dóms- og innanríkismálaráðið (e. Justice and home Affairs Council).
- Samgöngu-, fjarskipta- og orkuráðið (e. Transport, Telecommunications and Energy Council).
- Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðið (e. Agriculture and Fisheries Council).
- Umhverfismálaráðið (e. Environment Council).
- Ráð menntunar, ungmenna, menningar og íþrótta (e. Education, youth, culture and sport Council).
- Atvinnumála-, félagsmála, heilsu- og neytendamálaráðið (e. Employment, Social Policy, Health and Consumer Affairs Council).
- Samkeppnisráðið (e. Competitiveness (internal market, industry, research and space) Council).
- Með einföldum meirihluta (51% atkvæða) þegar um ræðir atriði er varða málsmeðferð.
- Með auknum meirihluta (73,9% atkvæða) þegar ákvarðanir varða innri markaðinn, efnahagsmál og viðskipti. Aðildarríkin hafa þá misjafnlega mörg atkvæði íbúafjölda þeirra, allt frá 3 upp í 29.
- Með einróma samþykki (100% atkvæða) þegar ákvarðanir varða utanríkis- og varnarmál, samvinnu í dóms- og lögreglumálum og skattamál.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.2.2012
Flokkun:
Efnisorð
ráðið ráðherraráðið löggjafarvald Lissabon-sáttmálinn COREPER fastafulltrúar einfaldur meirihluti aukinn meirihluti einróma samþykki almenn lagasetningarmeðferð sérstök lagasetningarmeðferð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Ráðið“. Evrópuvefurinn 9.2.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60019. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela