Við höfum sótt um aðstoð við umsóknarríki, þurfum við þá ekki að fullnægja skilyrðum um aðlögun að regluverki ESB? Hvernig yrði það gert?
Spyrjandi
Stefnir Húni Kristjánsson
Svar
Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance). Stuðningur stendur til boða bæði þeim ríkjum sem hafa formlega fengið stöðu umsóknarríkis og eins þeim sem eru skilgreind sem möguleg umsóknarríki (e. potential candidate country). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir að takast á við umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna ef til þess kemur. IPA-áætlunin skiptist í fimm meginþætti:- Aðstoð við uppbyggingu stofnana
- Stuðning við samstarf umsóknarríkja, mögulegra umsóknarríkja og aðildarríkja ESB
- Stuðning við byggðaþróun
- Stuðning við mannauðsþróun
- Stuðning við dreifbýlisþróun
Undirbúningi verkefna sem til greina kæmi að styrkt yrðu á fyrstu landsáætlun IPA 2011 lauk formlega 3. júní síðastliðinn þegar íslensk stjórnvöld sendu framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tillögu sína. Að sögn utanríkisráðherra voru öll verkefnin valin með tilliti til þess að þau nýtist óháð aðild að Evrópusambandinu. Ákvörðun verður tekin í nóvember næstkomandi á vettvangi stjórnar IPA þar sem öll aðildarríki sambandsins eiga sæti.
Í þessari tillögu Íslands að IPA-landsáætlun 2011 eru lögð fram alls sjö verkefni:- Hagstofa Íslands: Endurbætur á gerð þjóðhagsreikninga.
- Matís: Framfylgni reglugerða um matvælaöryggi sem hafa nú þegar verið innleiddar á Íslandi sem hluti af skuldbindingum í EES.
- Náttúrufræðistofnun: Kortlagning vistkerfa og fuglalífs á Íslandi.
- Þýðingamiðstöð: Þýðing á regluverki Evrópusambandsins yfir á íslensku.
- Skrifstofa landstengiliðar: Samræming og miðlun styrkja og uppbygging þekkingar á stuðningi ESB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar.
- Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Efling á starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun.
- Háskólafélag Suðurlands: Verkefnið Katla Jarðvangur sem felur meðal annars í sér þróunaráætlun fyrir svæðið kringum Eyjafjallajökul og uppbyggingu á þekkingarsetri um svæðið.
- Heimasíða framkvæmdastjórnar ESB, stjórnarsvið fyrir stækkunarstefnu
- Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis í maí 2011
- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Baldurs Þórhallssonar
- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgis Ármannssonar
- Mynd sótt 29. júní 2011 af heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB, stjórnunarsviði fyrir stækkunarstefnu
Í hverju felst IPA-stuðningsáætlunin, þar sem við erum búin að sækja um IPA-styrki þurfum við þá ekki að fylgja eftir lögum Council Regulation (EC) No 1085/2006 sem kveða á um aðlögun að regluverki ESB, ef svo er hvernig myndi sú aðlögun eiga sér stað?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.6.2011
Flokkun:
Efnisorð
IPA-stuðningsáætlunin aðlögun regluverk TAIEX-aðstoð styrkir stjórnsýsla fjölþegaáætlun IPA landsáætlun IPA
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Við höfum sótt um aðstoð við umsóknarríki, þurfum við þá ekki að fullnægja skilyrðum um aðlögun að regluverki ESB? Hvernig yrði það gert?“. Evrópuvefurinn 29.6.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60080. (Skoðað 30.10.2025).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef


