Spurning

Ríkjahópur gegn spillingu

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Ríkjahópur gegn spillingu (e. Group of States against Corruption, GRECO) var stofnaður árið 1999 af Evrópuráðinu og hefur aðsetur í Strassborg í Frakklandi. Markmið hópsins er að bæta getu aðildarríkjanna til að berjast gegn spillingu og fylgjast með því að framkvæmd varna gegn spillingu sé í samræmi við áherslur Evrópuráðsins. Hópurinn hjálpar til við að greina annmarka í innlendri löggjöf aðildarríkjanna varðandi spillingu og hvetur til nauðsynlegra umbóta.

Aðild að ríkjahópnum er ekki háð aðild að Evrópuráðinu. Í dag eru 49 ríki aðilar að GRECO; 48 Evrópuríki og Bandaríkin. Efnahags- og framfarastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið stöðu áheyrnarfulltrúa. Hvert aðildarríki skipar allt að tvo fulltrúa til að taka þátt á allsherjarfundum hópsins auk þess sem það útvegar lista yfir sérfræðinga sem geta tekið þátt í reglubundnu mati hópsins. Ríkjahópurinn kýs sér forseta, varaforseta og meðlimi skrifstofu þess. Núverandi forseti ríkjahópsins er Marin Mrčela frá Króatíu.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.6.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Ríkjahópur gegn spillingu“. Evrópuvefurinn 21.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65485. (Skoðað 25.4.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela