Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?
Spyrjandi
Finnur Pind, Sigurjón Antonsson
Svar
Íslendingar eiga ekki aðild að Geimvísindastofnun Evrópu (e. European Space Agency, ESA) vegna þess að þeir hafa aldrei sóst eftir aðild. Í nóvember árið 2003 kom engu að síður hópur sérfræðinga frá ESA til Íslands til að kynna starfsemi samtakanna fyrir ráðamönnum og fulltrúum vísinda og rannsókna á Íslandi. Ekkert kom út úr þeim viðræðum. Geimvísindastofnun Evrópu eru fjölþjóðleg samtök sem sett voru á laggirnar árið 1975 með það að markmiði að vera vettvangur samstarfs Evrópuríkja í geimrannsóknum og -tækni. Helstu verkefni stofnunarinnar eru eftirfarandi:- Að framkvæma og útfæra evrópska stefnu í geimvísindum til langs tíma, með því að leggja til sameiginleg markmið í geimvísindum og samstilla stefnur aðildarríkjanna í samráði við önnur innlend samtök og alþjóðastofnanir.
- Að framkvæma og útfæra áætlanir og starfsemi á sviði geimvísinda.
- Að samræma evrópsku geimferðaáætlunina og innlendar áætlanir aðildarríkjanna; einkum í tengslum við þróun gervihnattahugbúnaðar.
- Að leggja aðildarríkjunum til samræmda iðnstefnu í samræmi við stefnur og áætlanir stofnunarinnar.
![]() |
- ESA. (Skoðað 03.03.2013).
- Photo: Cuba As Seen From Orbit | SpaceRef - Your Space Reference. (Sótt 04.03.2013).
Gæti Ísland tekið þátt í Evrópsku Geimvísindastofnuninni (ESA) eða verið hluti af annarri geimvísindastarfsemi? Hver er ástæðan fyrir því að Ísland er ekki aðili að European Space Agency eins og öll önnur Vestur-Evrópuríki?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 7.3.2013
Efnisorð
Geimvísindastofnun Evrópu ESA geimvísindi Ísland aðild rammaáætlun um vísindi og tækni hátækniiðnaður tækniþróunarverkefni rannsóknir nýsköpun
Tilvísun
Sævar Helgi Bragason. „Af hverju er Ísland ekki aðili að Geimvísindastofnun Evrópu?“. Evrópuvefurinn 7.3.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=22639. (Skoðað 1.4.2025).
Höfundur
Sævar Helgi Bragasonstjörnufræðikennari