Spurning
Hvaða lönd teljast til Evrópu?
Spyrjandi
Jóhann Einarsson, f. 1990
Svar
Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að höfuðborgin sé Evrópumegin eða ekki. Þá kann stundum að vera vafamál hvað skuli telja fullgilt, sjálfstætt ríki og hvað ekki. Hér verður gengið út frá því að orðið "land" í spurningunni þýði sjálfstætt ríki og svarað í samræmi við þá túlkun orðsins.Albanía | Ísland | Rúmenía |
Andorra | Ítalía | Rússland |
Austurríki | Króatía | San Marínó |
Belgía | Lettland | Serbía |
Bosnía og Hersegóvína | Liechtenstein | Slóvakía |
Bretland | Litháen | Slóvenía |
Búlgaría | Lúxemborg | Spánn |
Danmörk | Lýðveldið Makedónía | Svartfjallaland |
Eistland | Malta | Sviss |
Finnland | Moldóva | Svíþjóð |
Frakkland | Mónakó | Tékkland |
Grikkland | Noregur | Ungverjaland |
Holland | Páfagarður | Úkraína |
Hvíta-Rússland | Portúgal | Þýskaland |
Írland | Pólland |
- Countries á Europa.eu
- Europe á Wikipedia.
- List of sovereign states and dependent territories in Europe á Wikipedia.
- Kort: Europe á Wikipedia. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Landaskipan sést betur á Wikipedia vefnum þar sem það kort er stærra.
Þegar þetta svar birtist á Vísindavefnum í júlí 2003, var íslenska heitið Hvíta-Rússland nær eingöngu notað um landið. Á síðustu árum hefur orðið breyting þar á og nú er til að mynda heitið Belarús almennt notað í opinberri stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal í utanríkisráðuneytinu og Stjórnarráðinu.[1] Formlegt heiti landsins er skráð sem Lýðveldið Belarús á vef Stofnunar Árna Magnússonar[2] og þar eru almenn heiti landsins höfð tvö: Hvíta-Rússland og Belarús.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur28.7.2003
Tilvísun
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða lönd teljast til Evrópu?“. Evrópuvefurinn 28.7.2003. http://evropuvefur.is/svar.php?id=3614. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttirlandfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela