Spurning
Mannréttindadómstóll Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Mannréttindadómstóll Evrópu (European Court of Human Rights, ECHR) var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins (Council of Europe) virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur ekki formleg tengsl við ESB. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur haft aðsetur í Strassborg í Frakklandi síðan árið 1998. Borgarar í aðildarríkjum Evrópuráðsins geta leitað til dómstólsins telji þeir að stjórnvöld hafi beitt þá órétti. Dómstóllinn rannsakar kærur um brot sem honum berast frá einstaklingum eða ríkjum og ef hann telur að ríki hafi brotið gegn ákvæðum sáttmálans þá dæmir hann í málinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp rúmlega 10.000 úrskurði um mannréttindabrot og ber aðildarríkjum Evrópuráðsins skylda til að fara eftir úrskurðum hans.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur23.3.2012
Flokkun:
Tilvísun
Evrópuvefur. „Mannréttindadómstóll Evrópu“. Evrópuvefurinn 23.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60029. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela