Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
Spyrjandi
Sigurður Jónsson
Svar
Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbandalagsins eins og er og má gera ráð fyrir að ferlið tæki nokkur ár eftir að viðeigandi efnahagsskilyrðum er fullnægt.- Verðlag þarf að hafa verið stöðugt. Verðbólga árið fyrir upptöku evru má ekki hafa verið meira en 1,5% hærri en í þeim þremur ríkjum bandalagsins sem lægstu verðbólguna höfðu.
- Ríkisfjármálin þurfa að vera í lagi þannig að skuldir ríkissjóðs séu innan við 60% af þjóðartekjum eða nálgist það mark að minnsta kosti. Enn fremur má halli ríkissjóðs (eyðsla umfram tekjur) ekki vera meira en 3% af þjóðartekjum, nema um smávægileg og tímabundin frávik sé að ræða.
- Ríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Myntbandalagsins (European Exchange Rate Mechanism II, ERM II) síðustu tvö árin fyrir upptöku evru, en í samstarfinu er áskilið að gengissveiflur megi ekki hafa verið meiri en 15% upp eða niður. Enn fremur má ríkisstjórnin ekki hafa fellt gengið af sjálfsdáðum á tímabilinu.
- Langtímavextir á lánum mega ekki vera meira en 2% hærri en í þeim þremur ríkjum bandalagsins sem lægstu verðbólguna höfðu.
- de.wikipedia.org - Banknoten. Sótt 18. júlí 2011.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.7.2011
Efnisorð
ESB evra Efnahags- og myntbandalagið EMU Maastricht-skilyrði ERM II gjaldeyrisforði Seðlabankinn verðbólga ríkisfjármál gengissamstarf gengissveiflur vextir
Tilvísun
Magnús Bjarnason. „Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?“. Evrópuvefurinn 18.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60156. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Magnús Bjarnasondoktor í stjórnmálahagfræði