Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?
Spyrjandi
Gunnlaugur Ingvarsson
Svar
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsins og hafa byrðarnar lagst misþungt á þau eftir íbúafjölda og landsframleiðslu, eftir því hvort þau eigi aðild að evrusamstarfinu eða ekki og hvort þau séu þiggjendur neyðaraðstoðar vegna eigin skuldavanda. Allur munur er þar af leiðandi á ímynduðum hlut Íslands í björgunarpökkunum eftir því hvort hér hefði orðið efnahagshrun, þrátt fyrir aðild að ESB og evru, eða ekki. Gert verður ráð fyrir báðum möguleikunum í þessu svari án þess að þeirri spurningu sé þar með svarað hvort aðild Íslands að ESB og evru hefði í raun og veru komið í veg fyrir hrunið. Vangaveltum um slíkt er ekki hægt að svara í framhjáhlaupi.- 60 milljarða evra framlagi Evrópska fjármálastöðugleikakerfisins (European Financial Stabilisation Mechanism, EFSM). Kerfið virkar þannig að framkvæmdastjórnin, fyrir hönd ESB, tekur lán á markaði og lánar það áfram til aðildarríkis í fjárhagserfiðleikum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Endurgreiðsla á láninu er tryggð með fjárlögum ESB og lendir því á einstökum ríkjum í hlutfalli við hækkun fjárlaga sem af henni kann að leiða.
- 440 milljarða evra framlagi frá evruríkjunum gegnum sérstakt fyrirtæki, European Financial Stability Facility (EFSF), sem var stofnað gagngert í þeim tilgangi að gefa út skuldabréf eða safna fé með öðrum hætti á lánamarkaði til að lána öðrum evruríkjum í skuldavanda. Það eru evruríkin sjálf sem ábyrgjast útgáfuna. Í júní 2011 samþykktu leiðtogar evruríkjanna að auka hámarksábyrgðir á skuldum EFSF úr 440 milljörðum evra í 780 milljarða evra, þannig að heildarupphæðin mundi hækka í 1090 milljarða. Þegar þetta er skrifað um miðjan ágúst 2011 bíður sú ákvörðun endanlegrar staðfestingar þjóðþinga aðildarríkjanna.
- 250 milljarða evra framlagi frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Grikkland I | Írland | Portúgal | Grikkland II | |
Tvíhliða lán | 80 milljarðar frá evruríkjunum | 4,8 milljarðar frá Bretlandi, Svíþjóð og Danmörku | ||
EFSM | 22,5 milljarðar | 26 milljarðar | ||
EFSF | 17,7 milljarðar | 26 milljarðar | 109 milljarðar | |
AGS | 30 milljarðar | 22,5 milljarðar | 26 milljarðar | |
Samtals: | 110 milljarðar | 67,5 milljarðar | 78 milljarðar | 109 milljarðar |
Þar af hluti Íslands sem evruríkis, 0,1% | 80 milljónir | 17,7 milljónir | 26 milljónir | 109 milljónir |
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir efnahags- og fjármál: The EU as a borrower.
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir efnahags- og fjármál: EFSM.
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir efnahags- og fjármál: Programme for Ireland.
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir efnahags- og fjármál: Programme for Portugal.
- Framkvæmdastjórn ESB, stjórnarsvið fyrir efnahags- og fjármál: The Economic Adjustment Programme for Greece.
- Reglugerð nr. 407/2010 um stofnun evrópsks fjármálastöðugleikakerfis (EFSM).
- Heimasíða European Financial Stability Facility (EFSF): FAQ.
- Rammasamkomulag evruríkjanna um EFSF.
- Breytingar á rammasamkomulagi evruríkjanna um EFSF, bíður staðfestingar þjóðþinganna.
- Heimasíða Seðlabanka Evrópu: Capital subscription.
- Greinargerð til aðalsamninganefndar um yfirferð rýniblaða í samningahópum: Kafli 17 Efnahags- og peningamál, bls. 24.
- Katinka Barysch (2010): The political consequences of the euro crisis.
- Financial Times: Cameron keeps UK out of Greek bail-out.
- Financial Times: EU leaders agree €109bn Greek bail-out.
- Fjárlög Alþingis fyrir árið 2011, bls. 3.
- Fyrri mynd sótt á heimasíðu leiðtogaráðs ESB 12. ágúst 2011.
- Síðari mynd sótt á heimasíðu EFSF 12. ágúst 2011.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur12.8.2011
Flokkun:
Efnisorð
evran efnahagskreppan björgunarpakkar Grikkland Portúgal Írland EFSF EFSM neyðarlán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Tilvísun
Þórhildur Hagalín og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?“. Evrópuvefurinn 12.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60183. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundar
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri EvrópuvefsinsÞorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]
- Af hverju hafa Þýskaland og Frakkland svona mikið að segja í ESB? [Fréttaskýring]
- Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?
- Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?
- Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?
- Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna?
- Hvernig eru útgjöld Evrópusambandsins fjármögnuð?