Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
Spyrjandi
Ómar Ármannsson
Svar
Stutta svarið við spurningunni er JÁ, það er hægt að leggja skynsamlegt og rökstutt mat á ávinninginn af evruaðild Íslands. Óvissa í þess konar svörum er þó veruleg en hitt kemur á móti að unnt er að gera sér grein fyrir helstu rótum hennar. Í grófum dráttum má ætla að tveimur áratugum eftir inngöngu Íslands í ESB og upptöku evru verði þjóðarframleiðsla, í kaupmætti mæld, nálægt 5% hærri en ef Ísland væri utan Myntbandalagsins.- Prenta þarf nýja seðla.
- Verðmerkja þarf vörur upp á nýtt.
- Fólk þarf að venjast nýja verðinu og átta sig á að 10 evrur er meira fé en 1000 krónur.
- Sumir sölumenn laumast til að hækka verð um leið og það færist úr krónum í evrur.
- Ekki er lengur hægt að breyta gengi eigin gjaldmiðils til að laga kostnaðarstig að breyttum aðstæðum. Fræðimenn greinir að vísu á um skilvirkni gengisbreytinga til að leiðrétta kostnaðarstig, og alltént eru ekki allar hreyfingar á gengi til góðs - það sem kemur útflutningsatvinnuvegum vel felur til dæmis í sér kostnað fyrir innflytjendur og neytendur.
Langtímakostir sameiginlegrar myntar eru hins vegar þessir:
- Íslenska ríkið getur ekki lengur prentað peninga án samráðs við hin evrulöndin. Peningaprentun, umfram framleiðni í þjóðfélaginu, skapar ekki verðmæti heldur veldur hún verðbólgu og lækkandi gengi. Peningaprentun eigin gjaldmiðils var og er auðveld leið fyrir óprúttnar ríkisstjórnir til að greiða skuldir í eigin mynt.
- Gengisáhætta inn- og útflytjenda er úr sögunni í viðskiptum við evrusvæðið.
- Þóknanir og gengiskostnaður bankanna hverfur í viðskiptum við evrulöndin.
- Auðvelt er fyrir fólk að bera saman verð milli landa, sem hvetur innflytjendur til að hafa sama verð og í öðrum evrulöndum (athugið að innan ESB er frjálst flæði vöru og engir tollar, þannig að ESB-neytendur geta pantað vörur í pósti innan ESB án nokkurra formsatriða).
- Milliríkjaviðskipti aukast til langs tíma litið, og það er líklega langtum viðamesti kosturinn.
- Eiríkur Bergmann Einarsson og Jón Þór Sturluson, 2008: “Hvað með Evruna?” Háskólinn á Bifröst.
- Francis Breedon og Thórarinn G. Pétursson, 2004: “Out in the Cold?: Iceland’s Trade Performance Outside the EU”. Central Bank of Iceland, Economics Department, Working paper nr. 26.
- Magnús Bjarnason, 2010: “The Political Economy of Joining the European Union, Iceland’s Position at the Beginning of the 21st Century”. Vossiuspers UvA - Amsterdam University Press. Sjá sérstaklega 5. kafla.
- Mynd sótt á heimasíðu FÍB 18. júlí 2011
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.7.2011
Flokkun:
Efnisorð
upptaka evru gjaldeyrismál evruaðild verg þjóðarframleiðsla kaupmáttur Myntbandalag milliríkjaviðskipti hagkerfi gengissveiflur hagstjórn evrusvæði króna seðlaprentun verðlag gengisbreytingar kostnaðarstig gengisáhætta bankakostnaður
Tilvísun
Magnús Bjarnason. „Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?“. Evrópuvefurinn 18.7.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60188. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Magnús Bjarnasondoktor í stjórnmálahagfræði