Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]
Spyrjandi
Móeiður Ása Valsdóttir
Svar
Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar. Sé tekið mið af orðum einlægra málsvara Evrópuverkefnisins – the European project – samrunaþróunarinnar í Evrópu undir merkjum Evrópusambandsins, telja þeir að vandinn vegna evrunnar og vaxandi krafa innan einstakra ríkja um aukna gæslu á landamærum sé í senn ógn og tækifæri fyrir verkefni sitt. Sagan sýni að nota megi vanda og kreppu til að stíga enn eitt skrefið frá ríkjasambandi til sambandsríkis Evrópu.Með þessu svari um framtíð ESB býður Evrópuvefurinn til umræðu meðal lesenda um þessi mál. Við minnum á að annaðhvort er hægt að gera athugasemdir við svarið samkvæmt almennum reglum vefsetursins eða skrifa sjálfstæð svör sem við munum birta með ánægju ef þau fullnægja siðareglum okkar.Myndir:
- Efri mynd sótt á jinny.biz, 31.8.11.
- Neðri myndir sóttar á designdenhaag.eu, 31.8.11.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur31.8.2011
Efnisorð
ESB Evrópusamband framtíð evra myntsamstarf Schengen samrunaþróun landamæragæsla peningastefna fjármálastefna efnahagsstjórn yfirþjóðlegt vald Balkanskagi Tyrkland öryggismál þjóðríki miðstýring sambandsríki ríkjasamband
Tilvísun
Björn Bjarnason. „Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]“. Evrópuvefurinn 31.8.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60444. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Björn Bjarnasonfyrrverandi þingmaður og ráðherra
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Af hverju er verið að birta skoðun eins manns sem er ekki hlutlaus?
Framtíð Evrópusambandsins er ekkert óljós. Það er fullur og staðfastur pólitískur vilji til þess innan Evrópu að halda Evrópusambandsverkefninu áfram eins og verið hefur.
Reynslan af efnahagskreppunni verður notuð til þess að læra af og breytingar gerðar. Hverjar þær verða er atriði sem aðildarríki Evrópusambandsins munu semja um sín á milli þegar þetta mál kemur til umræðu. Það er ennfremur ljóst og hefur alltaf legið fyrir að það mun taka marga áratugi að laga til og jafna kjör Austur-Evrópu eftir ráðríki kommúnismans þar síðustu áratugi. Það er ferli sem mun taka ekki minna en 20 til 40 ár í viðbót við þau ár sem nú þegar eru komin frá Evrópusambandsaðild umræddra ríkja (2004 og 2007). Þetta svar Björns Bjarnasonar stenst ekki skoðun og staðreyndir málsins. Heimild: http://www.consilium.europa.eu/homepage.aspx?lang=enSæll Egill
Svar Björns Bjarnasonar er fyrsta svarið í flokknum „umræðan“ hér á Evrópuvefnum. Þar er ætlunin að birta svör við spurningum sem við teljum líklegri en aðrar til að af þeim spinnist umræður, sem við ætlumst til að verði málefnalegar. Eins og fram kemur neðst í svarinu er öllum velkomið að skrifa sjálfstæð svör, jafnt stuðningsmönnum og andstæðingum aðildar að ESB og einnig þeim sem hafa ekki gert upp hug sinn eða hafa enga sérstaka skoðun á málinu. Við munum birta þau ef þau fullnægja kröfum um fagleg efnistök, eins og við teljum að svar Björns geri.