Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
Spyrjandi
Hans Júlíus Þórðarson
Svar
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þriðja og síðasta lagi velta breytingar á húsnæðisverði á ótal öðrum þáttum en vaxtastigi, svo sem tekjum, fólksfjöldaþróun og ekki síst framboði lánsfjár til fasteignakaupa, þótt lægri vextir hvetji vitanlega til hærra fasteignaverðs.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur10.1.2012
Efnisorð
evran greiðslubyrði vextir húsnæðisverð húsnæðislán húsnæðisvextir nafnvextir ársverðbólga verðtrygging verðbólga vaxtakostnaður upptaka evru gjaldmiðill vaxtamunur fasteignaverð lánsfjáráhrif fasteignamarkaður samkeppni fasteignabóla
Tilvísun
Ólafur Margeirsson. „Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?“. Evrópuvefurinn 10.1.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60591. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Ólafur Margeirssondoktorsnemi í hagfræði við háskólann í Exeter, Bretlandi
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
- Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?
- Hvaða áhrif hefur verðbólga í framtíðinni á þann sem kaupir fasteign á lánum?
- Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?
Það er villandi að blanda umræðu um lánskjör við nafn, lit eða myndskreytingu gjaldmiðilsins sem lánaður er. Málmskífur og pappírsmiðar taka ekki sjálfstæðar ákvarðanir. Á Íslandi hefur um árabil ríkt vaxtafrelsi, sem þýðir að bankarnir ákveða sjálfir vaxtakjörin. Ekkert er því til fyrirstöðu að lánveitendur krefjist okurvaxta í evrum kjósi þeir það líkt og hingað til í krónum. Verðtrygging er heldur ekki bundin við gjaldmiðilinn, afleiðubréf af ýmsu tagi eru til í öllum helstu gjaldmiðlum heims þó svo að hvergi nema á Íslandi standi þau almenningi til boða.
Eins og réttilega kemur fram segir vaxtaprósenta ekki allt og er reyndar mjög blekkjandi í tengslum við verðtryggð lánskjör því vextir eru þá sjaldnast nema lítill hluti lántökukostnaðar samanborið við verðbæturnar. Íslensk lög sem gilda um neytendalánasamninga hafa um árabil kveðið á um talsvert víðtækari vernd lánþega en sambærileg tilskipun Evrópusambandsins. Samkvæmt þeim á að vera skylt að veita tæmandi upplýsingar um lántökukostnað fyrirfram, svokallaða árlega hlutfallstölu sem nær yfir öll gjöld sem lántökunni fylgja og þar á meðal verðbætur. Óheimilt er að innheimta hærri kostnað en þann sem gefinn er upp við lántöku. Vandamálið er bara að lengst af hefur þessum lögum alls ekki verið framfylgt. Lánasamningar frá 2008 eða fyrr sem standast þessar kröfur eru vandfundnir og hið sama á við um hvernig staðið er að innheimtu þeirra. Nærtækari spurning væri því hvers vegna einhver rótgrónasta og víðtækasta löggjöf álfunnar um neytendavernd lántakenda hefur reynst svo haldlítil vörn fyrir heimili landsmanna gegn ósanngjarnri eignaupptöku, sem raun ber vitni? Jafnframt hverju aðild að Evrópusambandinu muni breyta um stöðu íslenskra neytenda í reynd, þegar þeir sömu og beita sér fyrir aðildinni sýna um leið þeim reglum sem í henni felast takmarkalítið og margítrekað virðingarleysi? Aftur á móti má slá því föstu að ef eitthvað mun láta íslenskar eftirlits- og löggæslustofnanir vinna vinnuna sína og íslensk fjármálafyrirtæki verða löghlýðin, yrðu það hvorki málmskífur né pappírar, og síst þeir sem evrópskar tilskipanir eru prentaðar á. Nú kunna einhverjir að vera ósammála þessari fullyrðingu, en þá er líka opin áskorun á viðkomandi að sanna að dauðir hlutir séu færir um að hafa slíkt frumkvæði.