Spurning

Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?

Spyrjandi

Níels Breiðfjörð Jónsson

Svar

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarsviði orkumála hjá framkvæmdastjórninni hafa engar sérstakar reglur verið settar um sjávarfallavirkjanir í Evrópusambandinu.

Sjávarfallaorka fellur þó undir skilgreiningu á endurnýjanlegum orkulindum samkvæmt tilskipun um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkulindum (nr. 2009/28/EC). Reglur tilskipunarinnar gilda því eftir atvikum einnig um sjávarfallavirkjanir.


Sjávarfallavirkjun í Annapolis Royal, Nýja-Skotlandi, Kanada. Staðurinn er við Fundy-flóa sem gengur inn í landið til norðausturs vestan við Nýja-Skotland. Flóinn myndar eins konar trekt sem magnar upp sjávarföllin sem eru óvíða meiri á jörðinni.

Ennfremur verður að taka tillit til reglna umhverfisréttar ESB við byggingu og rekstur slíkra orkuvera, svo sem tilskipun um verndun vistgerða og búsvæða villtra dýra og plantna (nr. 1992/43/EC).

Á Vísindavefnum má nálgast almennan fróðleik um sjávarfallavirkjanir í svari við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Mynd:

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.12.2011

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hvaða lög og reglur gilda um sjávarfallavirkjanir hjá Evrópusambandinu?“. Evrópuvefurinn 21.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60664. (Skoðað 28.1.2025).

Höfundur

Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Við þetta svar er engin athugasemd Fela