Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?
Spyrjandi
Guðný Einarsdóttir
Svar
Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eða neikvæð fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir.- Félagsmálasjóður Evrópu (e. European Social Fund, ESF). Tilgangur hans er að fjárfesta í fólki og stuðla þannig að aukinni aðlögunarhæfni verkafólks, símenntun, aðgerðum gegn mismunun og aukinni atvinnuþátttöku kvenna, innflytjenda og þeirra sem eru félagslega einangraðir.
- Byggðaþróunarsjóður Evrópu (e. European Regional Development Fund, ERDF). Honum var komið á fót samfara inngöngu fátækari landa í ESB, eins og Írlands, Spánar, Portúgals og Grikklands. Byggðaþróunarsjóður fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum með það að markmiði að skapa ný störf og efla samkeppnishæfni. Hann fjármagnar rannsóknir og nýsköpun og styrkir uppbyggingu innviða svo sem fjarskipti og samgöngur.
- Samheldnisjóðurinn (e. Cohesion Fund). Úr honum er aðeins úthlutað til ákveðinna samevrópskra samgönguverkefna (e. Trans-European Transport Network) og verkefna sem hafa bætt áhrif á umhverfið.
- Dreifbýlisþróunarsjóðurinn (e. European Agricultural Fund for Rural Development, EAFRD) en honum er fyrst og fremst ætlað að efla samkeppnishæfni dreifbýlla svæða, stuðla að bættri landnotkun, auknum lífsgæðum og fjölbreytni í atvinnuháttum til sveita.
- Sjávarútvegssjóðurinn (e. European Fisheries Fund, EFF) sem er meðal annars ætlað að aðlaga fiskiskipaflota aðildarríkjanna að sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB og styrkja fiskeldi, markaðsstarf og vöruþróun í sjávarútvegi.
- Samstöðusjóður Evrópusambandsins (e. European Union Solidarity Fund, EUSF) sem veitir hjálp vegna náttúruhamfara.
- Mynd sótt á de.wikipedia.org - Djúpivogur, þann 23.2.12
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.2.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðild byggðastefna dreifbýli landbúnaður sauðfjárrækt mjókuriðnaður svínarækt sjávarútvegur styrkir uppbyggingarsjóðir félagsmálasjóður byggðaþróunarsjóður dreifbýlisþróunarsjóður strjálbýlisrök harðbýlisrök norðlægar slóðir
Tilvísun
Grétar Þór Eyþórsson. „Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?“. Evrópuvefurinn 24.2.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60781. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Grétar Þór Eyþórssonprófessor í stjórnmálafræði og aðferðafræði við Háskólann á Akureyri
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er byggðastefna Evrópusambandsins?
- Hvernig er byggðastefna ESB framkvæmd?
- Getið þið útskýrt styrkjakerfi ESB í stuttu máli?
- Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, CAP?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?
- Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?