Spurning
Endurskoðunarréttur ESB
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Endurskoðunarréttur ESB (e. European Court of Auditors) var stofnaður árið 1977 í þeirri viðleitni að bæta fjárhagsstjórn sambandsins. Rétturinn starfar í samræmi við staðla Alþjóðlegra samtaka endurskoðenda (e. International Federation of Accountants, IFAC) og Alþjóðlegra samtaka æðstu endurskoðunar meðal stofnana (e. International Organization of Supreme Audit Institutions, INTOSAI). Endurskoðunarrétturinn hefur bækistöð í Lúxemborg og hjá honum vinna rúmlega 800 starfsmenn, þar af 28 dómarar, einn fyrir hvert aðildarríki ESB. Rétturinn er sjálfstæð stofnun og er dómurum gert að vera algjörlega sjálfstæðir í störfum sínum. Hann gefur út ársskýrslur, sérstök álit og skýrslur um tiltekin málefni er varða bókhald sambandsins. Öðrum stofnunum ESB, sem og aðilum sem fara með fjárráð fyrir hönd sambandsins, ríkisendurskoðun hvers aðildarríkis og öðrum viðeigandi ríkisstofnunum er skylt að útvega Endurskoðunarréttinum gögn eftir því sem hann þess óskar. Þegar rétturinn rannsakar mál í tilteknu aðildarríki vinnur hann í nánu samstarfi við ríkisendurskoðun þess ríkis.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 5.10.2011
Flokkun:
Efnisorð
Endurskoðunarréttur ESB European Court of Auditors bókhald endurskoðun Alþjóðleg samtök endurskoðenda Alþjóðleg samtök æðstu endurskoðunar meðal stofnana ársskýrslur álit ríkisendurskoðun
Tilvísun
Evrópuvefur. „Endurskoðunarréttur ESB“. Evrópuvefurinn 5.10.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60810. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela