Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Mörg ríki heimsins hafa löngum verið ófús að hleypa ódýrum erlendum búvörum hömlulaust á markað innanlands. Ýmiss konar beinn og óbeinn stuðningur við landbúnað tíðkast því víða á vegum hins opinbera, bæði frá neytendum og skattgreiðendum. Í svarinu er þessi aðstoð borin saman milli landa og svæða og eins eftir tíma á síðasta aldarfjórðungi. – Heildarstuðningur við landbúnað hefur minnkað verulega á þessu tímabili sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Á þann kvarða var hann einna mestur í byrjun tímabilsins í Noregi og á Íslandi en er þar nú litlu meiri en í flestum öðrum löndum. Stuðningurinn hefur einnig minnkað verulega nær alls staðar sem hlutfall af heildarframleiðsluverðmæti landbúnaðarins, en er þó enn talsvert meiri í búverndarlöndum eins og Íslandi, Noregi og Sviss en í öðrum vestrænum ríkjum.1986 | 1991 | 1996 | 2001 | 2006 | 2010 | |
OECD | 2,4 | 1,9 | 1,4 | 1,1 | 1,0 | 0,9 |
Kanada | 2,0 | 1,5 | 0,8 | 0,7 | 0,7 | 0,7 |
ESB | 2,7 | 2,2 | 1,5 | 1,1 | 1,0 | 0,7 |
Ísland | 5,0 | 4,4 | 2,0 | 1,7 | 1,5 | 1,0 |
Nýja-Sjáland | 3,2 | 0,3 | 0,3 | 0,2 | 0,2 | 0,2 |
Noregur | 3,6 | 3,2 | 2,0 | 1,4 | 1,0 | 1,0 |
Bandaríkin | 1,4 | 1,1 | 0,9 | 0,9 | 0,7 | 0,9 |
- Hlutfallið er langhæst á Íslandi og í Noregi í upphafi, lækkar síðan örar þar en annars staðar og er sambærilegt við flest hin löndin árið 2010. (Talan fyrir Nýja-Sjáland 1986 virðist ekki marktæk og lækkar í 1,2% árið eftir).
- Hlutfallið lækkar verulega í öllum tilvikum, heldur meira fyrri hluta tímabilsins. Minnst er lækkunin í Bandaríkjunum.
- Lokatölurnar um 2010 sýna lítinn mun milli ríkja eða svæða og talsvert minni en í byrjun. Þróunin virðist því stefna að jöfnun hlutfallsins, að undanskildu Nýja-Sjálandi þar sem aðstoðin er hverfandi. Það á einnig við um Ástralíu sem er ekki tekin með hér.
Smellið til að stækka línuritið.
Línuritið sýnir meðal annars eftirtalin atriði:
- Hlutfallslegur stuðningur við bændur á Íslandi og í Noregi og Sviss samkvæmt þessum kvarða er talsvert meiri en að meðaltali í Evrópusambandinu og einnig í OECD sem öll þessi lönd tilheyra.
- Búverndin hefur lækkað í þessum þremur löndum úr 70-80% af framleiðsluverðmæti í upphafi tímabilsins niður í sem næst 50-60% í lok þess, 25 árum síðar. Lækkunin er einna mest á Íslandi, úr 75% í 45%.
- Á sama tíma hefur búvernd í löndum OECD og ESB lækkað úr tæplega 40% í um 20%. Línuritið sýnir að búvernd hefur alls staðar lækkað verulega á tímabilinu.
- Áætlaður stuðningur með opinberri þjónustu (e. General Services Support Estimate, GSSE) sem varðar landbúnað sérstaklega, svo sem rannsóknum og þróun, fræðslu, eftirliti, grunngerð (e. infrastructure), markaðsstarfi og eignarhaldskostnaði. Þessi kostnaður hér á landi er á við 5-10% af PSE.
- Áætlaður stuðningur neytenda (e. Consumer Support Estimate, CSE) sem felst hér á landi einkum í því að neytendur þurfa að kaupa innlendar búvörur sem njóta tollverndar á mun hærra verði en innfluttar vörur mundu kosta án tolla. Vernduðu vörurnar eru einkum svínakjöt, kjúklingar og egg. OECD metur þennan stuðning sem 73% af framleiðsluverðmæti árið 1986 en sú tala lækkar smám saman með tímanum niður í 23% árið 2010.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur24.11.2011
Flokkun:
Efnisorð
ESB landbúnaður stuðningur niðurgreiðslur neytendur skattgreiðendur búvörur verndartollar eingreiðslur framleiðslutengdir styrkir OECD heildarstuðningur TSE PSE opinber aðstoð opinber þjónusta GSSE CSE
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig eru tölur um stuðning við íslenskan landbúnað samanborið við ESB?“. Evrópuvefurinn 24.11.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61323. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011