Spurning
Schengen-samstarfið
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Schengen-samstarfið byggist á sáttmála sem tók gildi árið 1995 og er markmið þess tvíþætt. Annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna með afnámi vegabréfaskoðunar og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri afbrotastarfsemi með auknu eftirliti á ytri landamærum svæðisins. Ísland hefur verið þátttakandi í samstarfinu frá árinu 2001 ásamt 25 öðrum Evrópuríkjum. Þau eru hin EFTA-ríkin þrjú og öll ESB-ríkin að undanskildu Bretlandi, Írlandi, Kýpur, Króatíu Rúmeníu og Búlgaríu en fimm þau síðastnefndu stefna á fulla aðild.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.12.2011
Flokkun:
Efnisorð
Schengen-samstarfið Schengen landamæraeftirlit innri landamæri ytri landamæri frjáls för eftirlit vegabréfaskoðun alþjóðleg afbrotastarfsemi Rúmenía Búlgaría Kýpur Írland Bretland
Tilvísun
Evrópuvefur. „Schengen-samstarfið“. Evrópuvefurinn 21.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61508. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela