Spurning

Alþjóðaviðskiptastofnunin

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Alþjóðaviðskiptastofnunin (e. World Trade Organization, WTO) var stofnuð árið 1994 á grundvelli hins almenna samnings um tolla og viðskipti (e. General Agreement on Tariffs and Trade, GATT), sem samið var um við lok Úrúgvæviðræðnanna. Stofnunin myndar sameiginlegt þak yfir alþjóðlega samninga eins og GATT-samninginn, almenna samninginn um þjónustuviðskipti (e. General Agreement on Trade in Services, GATS) og samninginn um hugverkarétt í viðskiptum (e. WTO-Agreement on Trade-Related Aspects on Intellectual Property Rights, TRIPS).

Markmið Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar er að afnema viðskiptahindranir og auka þar með frelsi í alþjóðlegum viðskiptum, með alþjóðlega fríverslun að leiðarljósi. Ennfremur hefur stofnunin það hlutverk að leysa úr viðskiptadeilum sem koma upp milli aðildarríkja.

Alþjóðaviðskiptastofnunin, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (e. International Monetary Fund, IMF) og Alþjóðabankanum (e. World Bank), er ein helsta alþjóðastofnunin sem fer með samninga um viðskipta- og efnahagsmál á alþjóðavettvangi.

Aðilar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni eru 153. Á meðal þeirra eru öll aðildarríki Evrópusambandsins, 28 talsins, sem og Evrópusambandið sjálft. ESB talar einni röddu innan stofnunarinnar og sambandið fer með samningsumboð aðildarríkjanna.
Við þetta svar er engin athugasemd Fela