Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB?
Spyrjandi
Gunnlaugur Ingvarsson
Svar
Fulltrúar og starfsmenn í samninganefnd Íslands og samningahópum vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB fá „ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín“. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Það þýðir ekki að starfsmannakostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðnanna sé enginn heldur einungis að ekki sé um að ræða sérstakar þóknanir umfram þau laun sem þeir þiggja fyrir sín hefðbundnu störf. Til að svara því nákvæmlega hver sá kostnaður er þyrftu að liggja fyrir upplýsingar um launataxta og starfshlutfall umræddra aðila fyrir samninganefnd og hópana. Hin hefðbundnu störf þessara aðila hljóta enn fremur að liggja niðri, að meira eða minna leyti, eða dreifast á aðra starfsmenn á meðan þeir sinna störfum fyrir samninganefnd og hópana. - Í kostnaðarmati utanríkisráðuneytisins vegna aðildarviðræðnanna er starfsmannakostnaður ekki tilgreindur sérstaklega. Matið, sem var byggt á þeirri forsendu að viðræðunum mundi ljúka um mitt ár 2011 en hefur enn ekki verið uppfært, var gagnrýnt af fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins fyrir að vera mjög gróft og með víðum skekkjumörkum.- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa. 2012.
- Skýrsla Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. 2011.
- Skýrsla Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. 2012.
- Nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 2009.
- Kostnaðarmat vegna aðildarviðræðna við ESB: Minnisblað frá utanríkisráðuneytinu til utanríkismálanefndar. Fylgiskjal IV, bls 44.
- Yfirferð fjárlagastofu á kostnaðarmati utanríkisráðuneytisins vegna aðildarumsóknar að ESB. Fylgiskjal V, bls 46.
- Fyrri mynd sótt af utanrikisraduneyti.is, þann 10.05.2012.
- Seinni mynd sótt af viðraedur.is, þann 10.05.2012.
Hver eru launa- og starfskjör samninganefndar Íslands gagnvart ESB og undirnefnda? Þá á ég við heildarlaun með yfirvinnugreiðslum, og sundurliðuðum dagpeningum, risnu, bílahlunnindum og öðrum fríðindum. Einnig sérstaklega laun formanns og annarra samninganefndarmanna og undirnefnda sem starfa að einstökum málaflokkum.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.5.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðildarviðræður kostnaður samninganefnd Íslands samningahópur samráðshópur launakjör starfskjör aðalsamningamaður Íslands laun kostnaðarmat starfsmannakostnaður
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hver eru launakjör samninganefndar Íslands og samningahópa í aðildarviðræðunum við ESB?“. Evrópuvefurinn 11.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62285. (Skoðað 22.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Jæja loksins eftir tveggja mánaða bið og eftirrekstur kom svarið frá ykkur við þessari spurningu minni.
Takk fyrir það svo langt sem það nær. Þetta svar ykkar veldur mér gríðarlegum vonbrigðum því að í raun er þetta ekkert svar heldur aðeins langloka um ekki neitt. En ykkur er náttúrulega vorkunn að eiga við þetta ógegnsæja og flókna felukerfi sem byggt hefur verið upp í pukri og felum í kringum þennan óskapnað til þess að ekki sé nokkur leið að finna út úr því hvað þessi ESB-umsókn kostar þjóðina í raun og sann. Það er alveg makalaust hvernig hægt er pukrast svona með þetta og þagga niður og flækja hlutina í ógegnsæi. Að þetta skuli vera sú opna og "gegnsæja" stjórnsýsla sem stjórnvöld voga sér að bjóða þjóðinni upp á, nú árið 2012. Ætli sé ekki hægt að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara ofan í saumana á þessu og koma með þetta allt upp á borðið. Eða ætli að Ríkisendurskoðun gæti gert þetta?