Spurning
Af hverju er haldið upp á Evrópudaginn 9. maí?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Hinn 9. maí árið 1950 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að Frakkar vildu byggja upp nýja Evrópu samstöðu og friðar. Þetta ætluðu Frakkar að gera ásamt V-Þýskalandi og öðrum þeim Evrópulöndum sem vildu taka þátt. Schuman lagði til að stofnuð yrðu yfirþjóðleg samtök sem færu með forræði allra kola- og stálauðlinda í aðildarlöndunum og kom þar með á framfæri hugmynd franska embættismannsins Jean Monnet. Schuman-yfirlýsingin, sem síðan hefur verið kölluð svo, er jafnan talin marka upphaf samrunaþróunarinnar í Evrópu og mætti því kalla fæðingarstund Evrópusambandsins. Um stofnun ESB er fjallað í nokkrum svörum á Evrópuvefnum eins og sjá má hér til hliðar.- Wikipedia - Europatag
- Mynd sótt á www.timesofmalta.com, 9.5.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.5.2012
Flokkun:
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Af hverju er haldið upp á Evrópudaginn 9. maí?“. Evrópuvefurinn 9.5.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62576. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela