Spurning
TARGET 2
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
TARGET2 (e. Trans-European Automated Real-time Gross Settlement Express Transfer system; stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu, önnur útgáfa) er millifærslukerfi seðlabanka evrulandanna við Seðlabanka Evrópu og þar með undirstaða evrusamstarfsins. Það er í gegnum TARGET2-kerfið sem fjármagn er fært á milli viðskiptabanka yfir landamæri evrulanda með milligöngu seðlabanka viðkomandi landa. TARGET2 er miðlægt kerfi, rekið sameiginlega af seðlabönkum Ítalíu, Þýskalands og Frakklands. TARGET2 var innleitt árið 2007 í stað upprunalega TARGET-kerfis Seðlabanka Evrópu, sem var gangsett með evrunni í janúar 1999. TARGET2 styður við peningastjórn Seðlabanka Evrópu í evrum og þjónar fjármálafyrirtækjum með uppgjör í evrum. Kerfið starfar sem stórgreiðslukerfi fyrir 23 seðlabanka auk Seðlabanka Evrópu og gerir upp viðskipti þeirra fjármálastofnana sem seðlabankarnir þjóna. Einfaldast er að lýsa því hvernig kerfið virkar með því að taka dæmi: Írskur bóndi kaupir traktor af þýsku fyrirtæki. Írski bóndinn áframsendir greiðsluna fyrir traktorinn í gegnum sinn írska viðskiptabanka, írska seðlabankann, þýska seðlabankann og þýskan viðskiptabanka til þýska framleiðandans.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.6.2012
Flokkun:
Efnisorð
Tilvísun
Evrópuvefur. „TARGET 2“. Evrópuvefurinn 15.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62748. (Skoðað 24.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela