Spurning
Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar Íslands að ESB kæmi yrði ekki önnur breyting á því en sú að Ísland fengi fullan aðgang að ákvarðanatöku um samstarfsverkefni ESB á sviði menntamála og skóla og íslenskir nemendur sem stunda nám í Bretlandi mundu greiða lægri skólagjöld þar.This text will be replaced
Hægt er að lesa meira um hvaða áhrif innganga í Evrópusambandið mundi hafa á menntamál í svari Þorvarðs Kjerulfs Sigurjónssonar við spurningunni Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?
Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Myndbandið er unnið í samstarfi við Áttavitann.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur15.6.2012
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál? - Myndband“. Evrópuvefurinn 15.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62779. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela