Spurning
Valdheimildir
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Aðildarríki Evrópusambandsins hafa veitt sambandinu valdheimildir á tilteknum sviðum til að ná sameiginlegum markmiðum. Í þessum tilgangi hafa ríkin framselt stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Valdmörk sambandsins ráðast af meginreglunni um veittar valdheimildir. Samkvæmt henni skal sambandið aðeins aðhafast innan ramma þeirra valdheimilda sem aðildarríkin veita því. Aðildarríkin fara áfram með þær valdheimildir sem sambandinu eru ekki veittar í sáttmálunum. Um beitingu valdheimilda sambandsins gilda dreifræðisreglan og meðalhófsreglan. Með Lissabon-breytingunum á sáttmálum ESB, sem tóku gildi árið 2009, var í fyrsta sinn skráð í sáttmálana hvernig veittar valdheimildir skiptast á milli Evrópusambandsins og aðildarríkjanna. Valdheimildum sambandsins er skipt í þrjá flokka: óskiptar valdheimildir, deildar valdheimildir og valdheimildir til stuðnings. Á þeim sviðum sem Evrópusambandið fer með óskiptar valdheimildir er því einu heimilt að setja lög og samþykkja lagalega bindandi gerðir. Aðildarríkjunum er aðeins heimilt að gera slíkt ef sambandið veitir þeim umboð eða til að koma gerðum sambandsins til framkvæmda. Eftirtalin svið falla undir óskiptar valdheimildir Evrópusambandsins (3. grein sáttmálans um starfshætti ESB, SSE):- Tollabandalag.
- Setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins.
- Peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil.
- Verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar.
- Sameiginleg viðskiptastefna.
- Gerð milliríkjasamninga, ef kveðið er á um gerð þeirra í lagagerð sambandsins.
- Innri markaðurinn.
- Félagsmálastefna.
- Efnahagsleg samheldni, félagsleg samheldni og samheldni milli svæða.
- Landbúnaður og sjávarútvegur, að frátalinni verndun lífrænna auðlinda hafsins.
- Umhverfismál.
- Neytendavernd.
- Flutningastarfsemi.
- Samevrópsk netkerfi.
- Orkumál.
- Svæði frelsis, öryggis og réttlætis.
- Sameiginleg viðfangsefni er varða öryggi á sviði lýðheilsu.
- Rannsóknir, tækniþróun og geimvísindi, einkum til að skilgreina áætlanir og koma þeim til framkvæmda.
- Sameiginleg stefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.
- Heilsuvernd og bætt lýðheilsa.
- Iðnaður.
- Menningarmál.
- Ferðaþjónusta.
- Menntun, starfsþjálfun, æskulýðsmál og íþróttir.
- Almannavarnir.
- Samvinna á sviði stjórnsýslu.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.6.2012
Flokkun:
Efnisorð
Valdheimildir fullveldi aðildarríki dreifræðisregla meðalhófsregla Lissabon-sáttmálinn tollabandalag innri markaður evruríki einróma samþykki framkvæmdastjórnin Evrópuþingið sáttmálar ESB
Tilvísun
Evrópuvefur. „Valdheimildir“. Evrópuvefurinn 29.6.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62870. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela