Spurning
Sjávarútvegssjóður Evrópu
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, FIFG). Meginmarkmið sjávarútvegssjóðsins eru að bæta samkeppnishæfni sjávarútvegs í aðildarríkjum ESB og aðstoða við að gera hann umhverfislega, efnahagslega og félagslega sjálfbæran. Sjóðnum er enn fremur ætlað að styðja við almenn markmið sjávarútvegsstefnunnar, eins og þeirra er getið í 39 gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE). Styrkjum úr sjávarútvegssjóðnum er veitt á fimm forgangssviðum:- Til aðlögunar fiskiskipaflotans, einkum til að draga úr sóknargetu.
- Til fiskeldis, veiða í ferskvatni, vinnslu og markaðssetningar sjávarfangs og fiskeldisafurða.
- Til sameiginlegra verkefna, svo sem á sviði verndunar lífríkis hafsins, þróunar nýrra markaða, kynningarátaka og frumkvöðlaverkefna, sem eru víðtækari en svo að eitt fyrirtæki sjái sér hag í að fjármagna þau.
- Til sjálfbærar þróunar sjávarbyggða, í þeim tilgangi að auka efnahagslega og félagslega hagsæld íbúa.
- Til tækniaðstoðar til aðildarríkjanna til að stýra sjávarútvegssjóðnum.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.9.2012
Flokkun:
Efnisorð
sjávarútvegssjóður Evrópu ESB sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB landsáætlun styrkáætlun fiskiskipafloti fiskeldi mótframlag
Tilvísun
Evrópuvefur. „Sjávarútvegssjóður Evrópu“. Evrópuvefurinn 14.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63220. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?
- Hver er stefna ESB í sjávarútvegsmálum?
- Yrðu einhverjar breytingar á íslenska kvótakerfinu við inngöngu í ESB?
- Mundi ESB-aðild breyta því hvernig tekið yrði á því ef nýr fiskistofn gengi inn í íslenska fiskveiðilögsögu? Hefði verið betra eða verra í núverandi makríldeilu að vera aðili að ESB?
- Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela