Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?
Spyrjandi
Fannar Steinn Aðalsteinsson, f. 2000
Svar
Spurningunni er ekki auðsvarað. Ef aðeins er litið til þeirra landa sem aðild eiga að Evrópusambandinu tala flestir þýsku. Þýska er að sjálfsögðu opinbert mál í Þýskalandi þar sem rúmlega 82 milljónir manna búa. Þýska er einnig opinbert mál í Austurríki en svæðisbundið eru þar töluð málin króatíska, slóvenska og ungverska án þess að teljast opinber mál. Þýska er einnig opinbert mál í Sviss ásamt frönsku, ítölsku og retórómönsku. Flestir hafa þar þýsku að móðurmáli eða um 64%. Þá er þýska opinbert mál í Liechtenstein. Í Lúxemborg er hún opinbert mál ásamt lúxemborgsku og frönsku og í Belgíu er hún sömuleiðis opinbert mál ásamt hollensku og frönsku. Áætlað er að um 120 milljónir hafi þýsku að móðurmáli í umræddum löndum.- The Week of European Languages - Embassy of the Czech Republic in Manila. (Sótt 29.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur29.1.2013
Efnisorð
tungumál Evrópa ESB Evrópusambandið mest talað móðurmál opinbert mál þýska rússneska Þýskaland Austurríki Sviss Liechtenstein Lúxemborg Belgía Rússland Úralfjöll
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál er mest talað í Evrópu?“. Evrópuvefurinn 29.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63426. (Skoðað 21.12.2024).
Höfundur
Guðrún Kvaranprófessor