Spurning
Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?
Spyrjandi
Pétur Már Jónsson
Svar
Já, Evrópuvefurinn er alfarið rekinn fyrir fjárframlag frá Alþingi. Stofnað var til Evrópuvefsins með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefsins og starfar hann í nánum tengslum við Vísindavefinn. Evrópuvefurinn opnaði með formlegum hætti þann 23. júní 2011 og hefur því verið starfræktur í eitt og hálft ár þegar þetta er skrifað í árslok 2012. Tilgangur Evrópuvefsins er að veita hlutlægar, málefnalegar og trúverðugar upplýsingar, meðal annars um:- Aðdraganda og sögu Evrópusambandsins og undanfara þess.
- Löggjöf og réttarframkvæmd í ESB.
- Skipulag og stjórnsýslu ESB.
- Stefnu og áætlanir ESB.
- Aðildarríki ESB og afstöðu þeirra til einstakra málaflokka.
- Aðildarumsókn Íslands, sbr. þingsályktun Alþingis frá 16. júlí 2009, og hugsanleg áhrif aðildar ef Ísland gengur í Evrópusambandið.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 7.12.2012
Flokkun:
Efnisorð
Evrópuvefurinn Alþingi Vísindavefurinn utanríkismálanefnd upplýsingagjöf upplýsingaveita frjáls óháð
Tilvísun
Evrópuvefur. „Fær Evrópuvefurinn framlög frá ríkinu eða einhverjum öðrum til þess að halda úti vefnum?“. Evrópuvefurinn 7.12.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63940. (Skoðað 4.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela