Spurning
Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Spyrjandi
Stefán Tómas Franklin
Svar
Þessari spurningu er hægt að svara á einfaldan hátt: Sitt mundi hverjum sýnast um það hversu leiðinlegt það væri ef fullbúnum aðildarsamningi Íslands að Evrópusambandinu yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum þætti það eflaust alveg rosalega leiðinlegt. Einkum þeim sem eru þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu sé af hinu góða og jafnvel nauðsynleg forsenda þess að bæta lífskjör Íslendinga. Öðrum þætti það kannski bara svolítið leiðinlegt, til dæmis þeim sem sjálfir hefðu greitt atkvæði með aðild en gleddust samt yfir því að lýðræðisleg niðurstaða hefði verið fengin í málið og að það væri þar með afgreitt.- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson - ruv.is. (Sótt 23.05.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur23.5.2013
Flokkun:
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu?“. Evrópuvefurinn 23.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64910. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?
- Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela