Spurning
Evrópska nágrannastefnan
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Evrópsku nágrannastefnunni (e. European Neighbourhood Policy) var komið á fót í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins árið 2004. Hún á að varna því að bilið milli hins stækkaða sambands og nýju nágrannaríkjanna í austri og suðri breikki. Stefnunni er ætlað að styrkja tengslin milli Evrópusambandsins og 16 nánustu nágrannaríkja þess og er hún hluti af utanríkisstefnu sambandsins. Ríkin sem taka þátt í evrópsku nágrannastefnunni eru:Alsír | Líbanon |
Armenía | Líbía |
Aserbaídsjan | Moldavía |
Egyptaland | Marokkó |
Georgía | Hernumdu svæðin í Palestínu |
Hvíta-Rússland | Sýrland |
Ísrael | Túnis |
Jórdanía | Úkraína |
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur14.6.2013
Flokkun:
Efnisorð
nágrannastefna evrópska nágrannastefnan nágrannaríki ESB innri markaðurinn lýðræði mannréttindi réttarríki
Tilvísun
Evrópuvefur. „Evrópska nágrannastefnan“. Evrópuvefurinn 14.6.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65452. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela