Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á svæðum sem höfðu oft verið bitbein aðildarríkjanna. Samvinna um framleiðslu þessara efna og viðskipti með þau stuðlaði því að friði. KSB varð „mjói vísirinn“ að EBE og Euratom árið 1958 og síðar ESB sem varð til árið 1993.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.8.2013
Efnisorð
Evrópusambandið aðdragandinn Kola- og stálbandalagið Bandaríki Evrópu Churchill Marshall-aðstoðin GATT OEEC OECD Efnahags- og framfarastofnun Evrópu Evrópuráðið Mannréttindadómstóll Evrópu
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn - Myndband“. Evrópuvefurinn 9.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65660. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011