Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Kola- og stálbandalagið frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og hagkvæmni. Mestu skipti að þetta hafði tekist og gefið fordæmi sem vísaði fram á veginn. Samt mistókst það sem átti að verða næsta skref þegar samningnum um Varnarbandalag Evrópu var hafnað árið 1954. En menn héldu ótrauðir áfram á allt öðru sviði og stofnuðu Efnahagsbandalag Evrópu og Kjarnorkubandalagið með Rómarsáttmálunum árið 1958.Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.8.2013
Efnisorð
stofnun ESB Evrópusamruni Kola- og stálbandalag Varnarbandalag Evrópu Efnahagsbandalag Evrópu Rómarsáttmálinn Jean Monnet yfirþjóðlegar stofnanir Bandaríki Evrópu Kjarnorkubandalag Evrópu Euratom Adenauer
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 3. Fyrstu skrefin - Myndband“. Evrópuvefurinn 16.8.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65688. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorsteinn Vilhjálmssonprófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011