Spurning

Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?

Spyrjandi

Guðrún Haraldsdóttir

Svar

Evrópuvefurinn leitaði svara við ofangreindri spurningu hjá sýslumanninum í Reykajvík. Ekki fengust svör við því hvernig málum væri háttað í Bretlandi en gefnar þær upplýsingar að á Íslandi þarf að sýna fram á hjónavígsluvottorð ef óskað er eftir að hafa hjónabandið skráð. Slíkt er þó ekki nauðsynlegt, en getur verið æskilegt, þar sem hjúskaparstaðan er ella óskráð.

Á veraldarvefnum má nálgast þær upplýsingar að hjónavígslu sem farið hefur fram utan Bretlands er ekki hægt að skrá þar í landi nema annað hjónaefnið, að minnsta kosti, sé breskur ríkisborgari. Hins vegar er hjónabandið sjálfkrafa viðurkennt í Bretlandi ef hjónavígslan hefur farið fram á löglegan hátt erlendis.

Ef hjónabandið hefur því farið löglega fram á Íslandi er ekki þörf á frekari athöfnum, sé maður búsettur í Bretlandi. Hjónabandið er viðurkennt þar í landi. Þó sakar ekki að hafa eintök af öllum vottorðum við höndina á ensku, svo sem hjónavígslu- og fæðingarvottorðum. Slík vottorð má nálgast hjá Þjóðskrá.


Heimildir og mynd:

Upprunaleg spurning:

Ég er gift finnskum ríkisborgara og við höfum búið á Bretlandi í nær 9 ár. Við giftum okkur á Íslandi í apríl 2004 en höfum aldrei skráð giftinuna hérna á Bretlandi. Er nauðsynlegt (eða æskilegt) að skrá giftingu/hjónaband t.d. með tilliti til réttinda annars okkar (og barna) ef hitt fellur frá, við skiljum, eða eitthvað annað kemur fyrir.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur21.11.2013

Flokkun:

Evrópumál > ýmislegt

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?“. Evrópuvefurinn 21.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66116. (Skoðað 28.1.2025).

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela