Spurning
Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?
Spyrjandi
Guðrún Haraldsdóttir
Svar
Evrópuvefurinn leitaði svara við ofangreindri spurningu hjá sýslumanninum í Reykajvík. Ekki fengust svör við því hvernig málum væri háttað í Bretlandi en gefnar þær upplýsingar að á Íslandi þarf að sýna fram á hjónavígsluvottorð ef óskað er eftir að hafa hjónabandið skráð. Slíkt er þó ekki nauðsynlegt, en getur verið æskilegt, þar sem hjúskaparstaðan er ella óskráð. Á veraldarvefnum má nálgast þær upplýsingar að hjónavígslu sem farið hefur fram utan Bretlands er ekki hægt að skrá þar í landi nema annað hjónaefnið, að minnsta kosti, sé breskur ríkisborgari. Hins vegar er hjónabandið sjálfkrafa viðurkennt í Bretlandi ef hjónavígslan hefur farið fram á löglegan hátt erlendis. Ef hjónabandið hefur því farið löglega fram á Íslandi er ekki þörf á frekari athöfnum, sé maður búsettur í Bretlandi. Hjónabandið er viðurkennt þar í landi. Þó sakar ekki að hafa eintök af öllum vottorðum við höndina á ensku, svo sem hjónavígslu- og fæðingarvottorðum. Slík vottorð má nálgast hjá Þjóðskrá.- Getting married abroad - GOV.UK. (Skoðað 30.10.2013).
- Deposit foreign marriage or civil partnership certificates - GOV.UK. (Skoðað 30.10.2013).
- Þjóðskrá Íslands > Vottorð. (Skoðað 30.10.2013).
- Overseas marriages and civil partnerships: Marriages - Bracknell Forest Council. (Skoðað 4.11.2013).
- File:Wedding rings.jpg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 30.10.2013).
Ég er gift finnskum ríkisborgara og við höfum búið á Bretlandi í nær 9 ár. Við giftum okkur á Íslandi í apríl 2004 en höfum aldrei skráð giftinuna hérna á Bretlandi. Er nauðsynlegt (eða æskilegt) að skrá giftingu/hjónaband t.d. með tilliti til réttinda annars okkar (og barna) ef hitt fellur frá, við skiljum, eða eitthvað annað kemur fyrir.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.11.2013
Efnisorð
Tilvísun
Lena Mjöll Markusdóttir. „Er æskilegt að skrá hjónaband sem fram fór á Íslandi ef maður er búsettur í Bretlandi, til dæmis vegna réttinda hjóna eða barna þeirra?“. Evrópuvefurinn 21.11.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66116. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Lena Mjöll Markusdóttirlaganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða áhrif hefur það á réttindi Íslendings að giftast breskum ríkisborgara hvað aðgang að háskólamenntun og greiðslu skólagjalda varðar?
- Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?
- Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela