Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?
Spyrjandi
G. Pétur Matthíasson
Svar
Kassíukanill frá Kína er sú kaniltegund sem notuð er hvað mest í matargerð en hún inniheldur töluvert mikið magn af efninu kúmarín sem talið er hafa skaðleg áhrif á starfsemi lifrar sé þess neytt í miklu magni. Evrópusambandið hefur því samþykkt reglugerð sem takmarkar magn kúmaríns í bakstursvörum. Reglugerð Evrópusambandsins um bragðefni og tiltekin innihaldsefni matvæla (nr. 1334/2008) kveður á um að takmarka eigi notkun á efninu kúmarín sem finna má í mismiklum mæli í kanil. Samkvæmt reglugerðinni mega bakstursvörur ekki innihalda meira en 15 mg af kúmaríni. Hefðbundnar og árstíðarbundnar bakstursvörur mega þó innihalda allt að 50 mg af kúmaríni.![]() |
- What is the difference between cinnamon and cassia?. (Skoðað 30.12.2013).
- Les roulés à la cannelle bientôt interdits par l´Union européenne? - Grazia. (Skoðað 30.12.2013).
- File:Kanelsnegle - Wikimedia Commons. (Sótt 30.12.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.12.2014
Flokkun:
Efnisorð
kanill kúmarín sætabrauð kanilsnúðar ESB reglugerð Danmörk Svíþjóð bakstur hefðbundið árstíðarbundið kassíukanill Ceylon-kanill
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það?“. Evrópuvefurinn 30.12.2014. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66533. (Skoðað 1.4.2025).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?
- Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum?
- Er það rétt að fólki leyfist ekki að rækta grænmeti í bakgörðum eða gróðurhúsum á lóðum sínum í Evrópusambandinu?