Spurning
Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?
Spyrjandi
Sigurjón Gunnarsson
Hrönn Steingrímsdóttir og fleiri
Svar
Verðtryggð lán á Íslandi hækka í takti við vísitölu neysluverðs. Sé verðbólga mikil þá hækkar vísitalan hratt og þá lánin líka. Sé verðbólga lítil þá hækkar vísitalan hægt og lánin sömuleiðis. Lánin geta líka lækkað vegna verðtryggingar en til þess að það gerist þá er ekki nóg að verðbólga minnki eða lækki, verðlagið sjálft verður að lækka. Það er kallað verðhjöðnun. Á tímabili verðhjöðnunar fara verðlagsvísitölur eins og vísitala neysluverðs lækkandi. Verðhjöðnun er ekki algeng á Íslandi en þó hafa komið einstaka mánuðir þar sem vísitala neysluverðs hefur lækkað. Þá hafa verðtryggð lán jafnframt lækkað, það er verðbætur verið neikvæðar. Þetta gerðist síðast í mars 2007, í kjölfar breytinga á virðisaukaskatti og þar áður í nóvember 2006.
Er ekki andstætt náttúrulögmálunum að haga því þannig að verðtrygging sé aðeins til hækkunar lána, en ekki einnig til lækkunar þegar vel árar? Annars er ekki til neins að hlakka að komi betri tíð. (Sigurjón Gunnarsson) Ég er með húsbréfalán með verðtryggingu og 5,1% vöxtum. Ef verðbólga hækkar hækka eftirstöðvar á láninu mínu. Ef verðbólga lækkar, þá lækkar ekki höfuðstóllinn. Á myntkörfuláni sveiflast höfuðstóll eftir gengi, ef króna styrkist lækka eftirstöðvar. Spurningin er af hverju lækka ekki eftirstöðvar á húsbréfum ef verðbólga lækkar? (Hrönn Steingrímsdóttir og fleiri)Mynd:
- Las Vegas Buyer Agent. Sótt 17.12.2008.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur17.12.2008
Flokkun:
Efnisorð
verðtrygging lán hækkun lækkun verðbólga verðhjöðnun vísitala neysluverðs verðlagsvísitölur
Tilvísun
Gylfi Magnússon. „Hvers vegna lækka verðtryggð lán ekki þegar verðbólga lækkar?“. Evrópuvefurinn 17.12.2008. http://evropuvefur.is/svar.php?id=50568. (Skoðað 2.4.2025).
Höfundur
Gylfi Magnússonprófessor í hagfræði við HÍ
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?
- Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
- Hvort er hagstæðara að taka húsnæðislán í erlendri eða íslenskri mynt?
- Af hverju er verðbólga og hvað er verðbólga?
- Er það rétt að hátt í 14 þúsund fjölskyldur á Íslandi hafi verið „bornar út á götu“ í kjölfar efnahagshrunsins 2008?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela