Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Spyrjandi
Friðrik Árni Halldórsson, f. 1995
Svar
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Anatole Demarçay (1852-1903). Demarçay grunaði að nýlega uppgötvað frumefni, samarín, væri mengað af óþekktu efni. Hann einangraði efnið árið 1901 og nefndi það evrópín eftir heimsálfunni Evrópu. Við vitum ekki til þess að heiti evrópíns sé valið af einhverri tiltekinni ástæðu. Nokkur önnur frumefni draga nafn sitt af löndum og landsvæðum. Skandín (21Sc) er dregið af heitinu Skandinavía, gallín (31Ga) er nefnt eftir Galliu, sem var svæði í Vestur-Evrópu fyrr á tímum, german (32Ge) eftir Germaniu, það er Þýskaland, rúþen (44Ru) eftir latneska nafninu Ruthenia, það er Rússland, og fransín (87Fr) kennt við Frakkland. Ýmis fleiri frumefni eru kennd við borgir og þekkta vísindamenn. evruseðlum. Efni sem er sett í seðlana „örvast“ þegar lýst er á þá með útfjólubláu ljósi af ákveðinni bylgjulengd og jónir efnisins senda svo frá sér ljós af annarri bylgjulengd. Til dæmis er unnt að fá fram rauðan lit með notkun evrópíns með því að beina útfjólubláu ljósi með bylgjulengdinni 340 nm að efninu. Heimildir:- Europium - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 14.5.2013).
- Europium and the Euro | Content from SmarterScience | Knowledge at your fingertips. (Skoðað 14.5.2013)
- The Chemistry of Euro banknotes | Life is Chemistry. (Skoðað 14.5.2013).
- Nöfn frumefnanna eftir Þorstein Sæmundsson. (Skoðað 14.5.2013).
- Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? eftir Emelíu Eiríksdóttur. (Skoðað 14.5.2013).
- Hvað heita öll frumefnin? eftir Emelíu Eiríksdóttur. (Skoðað 14.5.2013).
- ECB: Banknotes - Security features - Additional features. (Sótt 14.5.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.5.2013
Efnisorð
frumefni evrópín Eu europium Eugène-Anatole Demarçay Evrópa fosfórljómun rauður sjónvarp CRT evruseðlar fölsun útfjólublátt ljós bylgjulengd heiti
Tilvísun
ÍDÞ. „Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?“. Evrópuvefurinn 16.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=51361. (Skoðað 21.11.2024).