Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru?
Spyrjandi
Sólrún Jónsdóttir
Svar
Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið myndi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu. Nýr gjaldmiðill yrði tekinn í notkun og krónan lögð niður. Seðlabanki Íslands myndi sjá um prentun evruseðla og myntsláttu í samræmi við útreiknaðan hlut Seðlabanka Íslands í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu. Bankastjóri Seðlabanka Íslands myndi einnig eiga sæti í bankaráði og aðalráði Seðlabanka Evrópu. Seðlabanki Íslands myndi að öðru leyti halda áfram að sinna ýmsum verkefnum sem hann sinnir nú þegar.- Að framkvæma sameiginlegu peningamálastefnu evrusvæðisins.
- Að annast útgáfu og dreifingu evruseðla og -myntar.
- Að stýra rekstri gjaldeyrisforða Seðlabanka Evrópu, sem felur í sér framkvæmd og uppgjör markaðsviðskipta til að stuðla að aukinni fjárfestingu í gjaldeyrisforða Seðlabanka Evrópu.
- Að stjórna eigin gjaldeyrisforða. Fyrirhugaðar aðgerðir seðlabankanna á þessu sviði eru háðar samþykki bankaráðs Seðlabanka Evrópu ef talið er að slíkar aðgerðir geti haft áhrif á gengi og lausafjárstöðu innanlands og ef þær fara yfir ákveðin viðmiðunarmörk sem Seðlabanki Evrópu hefur sett.
- Að reka og hafa eftirlit með fjármálamörkuðum og greiðslumiðlun. Seðlabankar evruríkjanna stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þar með töldu greiðslukerfi innanlands og við útlönd, og aðhafast sem liður í stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu (TARGET 2), sem gerir upp greiðslufyrirmæli í evrum. Sumir þeirra stýra einnig uppgjörskerfum fyrir verðbréf.
- Að safna saman tölfræðilegum gögnum fyrir Seðlabanka Evrópu sem krefst ítarlegra upplýsinga um efnahags- og fjármálastöðu aðildarríkjanna til að geta ákveðið hvernig staðið skuli að framkvæmd peningastefnunnar. Seðlabankar evruríkjanna veita Seðlabanka Evrópu einnig gögn um stöðu innlendra fjármálastofnana sem byggja á hagskýrslum um peningamál, greiðslujöfnuð og fjármál sem og ársreikningum.
- Að aðstoða Seðlabanka Evrópu við útgáfu og þýðingu efnahagsgreininga og rita.
- Hlutverk seðlabanka evruríkjanna á vef Seðlabanka Evrópu.
- Stofnsamþykkt seðlabankakerfis Evrópu og Seðlabanka Evrópu.
- Upplýsingar um Seðlabanka Evrópu, evrukerfið og seðlabankakerfi Evrópu.
- Upplýsingar um stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu á vef Seðlabanka Íslands.
- Mynd sótt af almenna.is þann 16. mars 2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.3.2012
Efnisorð
aðalráð bankaráð evra fjárfesting fjármálaeftirlit fjármálastöðugleiki framkvæmdastjórn gengi gjaldeyrisforði lausafjárstaða lánastofnanir markaðsviðskipti myntslátta peningastefna peningaviðskipti seðlabanki Seðlabanki Evrópu
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru?“. Evrópuvefurinn 16.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=52390. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Er hægt að sjá gróflega hversu miklar fjárhæðir myndu sparast fyrir íslenskt hagkerfi með upptöku evru?
- Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?