Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?
Spyrjandi
Guðjón Eiríksson
Svar
Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Gerist Ísland aðili að ESB mun það þurfa að framselja vissa þætti ríkisvalds til stofnana ESB. Ísland kæmi hins vegar á móti að setningu reglna fyrir allt sambandið og því má segja að fullveldi glatist ekki heldur yrði því deilt með öðrum ríkjum.- bein lagaáhrif: ESB-rétturinn verður hluti af landslögum aðildarríkja án sérstakrar innleiðingar í landsrétt þess,
- bein réttaráhrif: einkaaðilar geta byggt bein réttindi sín á viðkomandi ESB-rétti í aðildarríkjunum og
- forgangsáhrif: ESB-réttur gengur framar landsrétti í rétthæð réttarheimilda.
- Fyrri mynd sótt 5.9.2011 af heimasíðu þýska forsæti ráðs ESB árið 2007.
- Seinni mynd sótt 5.9.2011 af heimasíðu Evrópufræðaseturs Duke-háskóla.
Hvað er fullveldi, og munu Íslendingar glata því við aðild að ESB?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.9.2011
Flokkun:
Efnisorð
fullveldi sjálfstæði þjóðríki alþjóðastofnanir þjóðarréttur ESB-réttur Evrópudómstóllinn EES-samningurinn valdheimildir lagasetning þjóðréttarbrot þjóðréttarhæfi forgangsáhrif bein réttaráhrif bein lagaáhrif
Tilvísun
Pétur Dam Leifsson. „Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?“. Evrópuvefurinn 6.9.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=60093. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Pétur Dam Leifssondósent á sviði þjóðarréttar við Lagadeild Háskóla Íslands
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Væri ekki sniðugt að sameina Evrópu í eitt lýðveldi?
- Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?
- Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?
Þegar tvö jafn stór ríki ákveða að "deila fullveldi sínu" þá mætti hugsanlega líta svo á að þau hafi ekki tapað því í raun.
En þegar smáríki deilir fullveldi sínu með stórríki má vera ljóst að smáríkið hefur eftir það glatað fullveldi sínu í raun. Því vegna hlutfallslegrar smæðar hefur það óveruleg áhrif á ákvarðanir sem það þarf að lúta. Einnig þarf að velta því fyrir sér hvort hægt sé að afturkalla framsalið auðveldlega, eða hvort það sé mjög erfitt. Því erfiðari sem afturköllun er, því varanlegra er fullveldisframsalið í raun. Þótt hægt sé að ganga úr ESB er það erfitt því við inngönguna falla t.d. niður allir fríverslunarsamningar Íslands við önnur ríki. Aðild opnar á ýmis eignatengsl sem ekki verður undið ofanaf þótt gengið sé út. Ólíklegt er að ESB vilji gera góðan samning við útgönguríki, nema það vilji hvetja fleiri ríki til útgöngu. Að lokum, hafi aðildarríki tekið upp evru er ekki aftur snúið. Allar vísbendingar um útgöngu myndu leiða til fjármagnsflótta og kreppu í því landi. Vegna smæðar Íslands og örðugleika við útgöngu er því varlegra að reikna með því að fullveldisframsal verði verulegt og varanlegt, komi til aðildar.Að gefnu tilefni er rétt að árétta að ályktun mín, um að aðild Íslands að ESB fæli í sér að fullveldi yrði deilt fremur en að því væri glatað, byggir á því sem ég vil kalla formlega og hlutlæga greiningu. - Það er sú einfalda staðreynd að með aðild Íslands að ESB yrðu viss fullveldisréttindi látin öðrum í té en að sama skapi kæmi til hlutdeild í fullveldisréttindum sem ekki voru fyrir hendi áður. Ég tek hér hins vegar enga afstöðu til þess hvort aðild Íslands að umræddri alþjóðastofnun sé fýsileg með hliðsjón af hagsmunum Íslands. Það var ekki viðfangsefnið hér (samanber spurninguna sem fyrir lá) og er álitaefni sem hver og einn verður að gera upp við sig þegar viðkomandi telur sig hafa nægar forsendur til að mynda sér skoðun á því. Það hef ég, eins og svo margir aðrir reikna ég með, ekki gert enn sem komið er. Að sama skapi er ljóst út frá formlegri og hlutlægri greiningu að sérhvert fullvalda ríki sem er aðili að ESB getur nú yfirgefið sambandið. Hversu raunhæft er að ætla að slíkt gerist eða hvað slíkt gæti þá falið í sér er allt annað mál en fyrir því höfum við engin eiginleg fordæmi (nema helst í tilviki Grænlands sem taldist sem slíkt ekki eiginlegt aðildarríki og því naumast hægt að álykta mikið út frá því). Ég vona að lokum að umræðan um þessi mál geti í öllu falli orðið upplýsandi og málefnaleg þannig að við getum sem flest myndað okkur rökstuddar skoðanir.