Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?
Spyrjandi
Egill Almar Ágústsson
Svar
ESB hefur sett fram kröfur um að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um innleiðingu á lögum og reglum ESB á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar. Deilt er um hvort þessar kröfur feli í raun í sér kröfur um aukna aðlögun að regluverki ESB, áður en aðild hefur verið samþykkt. Sambandið gerði kröfur sínar kunnar í fylgibréfi með rýniskýrslu (e. screening report) sambandsins í september 2011. Íslensk stjórnvöld höfðu áður komið því á framfæri við ESB að þau muni ekki gera breytingar á stefnu sinni, stjórnsýslu eða löggjöf fyrr en aðildarsamningurinn hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar þetta er skrifað í byrjun desember 2011 er unnið að umræddri áætlun í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Evrópuvefurinn mun uppfæra svarið eftir þörfum.- Rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun
- Fylgibréf rýniskýrslu framkvæmdastjórnar ESB um landbúnað og dreifbýlisþróun
- Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis í maí 2011
- Heimasíða utanríkisráðuneytisins: Munnleg yfirlýsing formanns samningahóps um landbúnaðarmál
- Rammi um samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins
- Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið: Viðbrögð við opnunarskilyrðum ESB
- Heimasíða Bændasamtakanna: Rýniskýrsla ESB um íslenskan landbúnað – viðbrögð BÍ
- Fréttablaðið 21. október 2011: Fullt tillit tekið til sérstöðu Íslands
- Opinn fundur í utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd Alþingis með utanríkisráðherra 23. nóvember 2011
- Ráðherra frestar ferð til Brussel
- Mynd sótt 1.12.2011 af heimasíðu Romania Insider
Er rétt að kalla ferlið "aðlögunarferli" eða aðildarferli þ.e. samningaferli. Með aðlögunarferli er átt við að aðlögun eigi sér stað áður en samningur um inngöngu í ESB er samþykktur. Hefur regluverk, stofnanastrúktur o.s.frv. verið aðlagað (þ.e. breytt) að ESB vegna umsóknarinnar. Eru áætlanir um að gera það fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 9.12.2011
Efnisorð
ESB aðlögun regluverk landbúnaður dreifbýlisþróun aðildarviðræður áætlanagerð þjóðaratkvæðagreiðsla viðmið benchmarks samningarviðræður stjórnsýsla regluverk löggjöf tímaáætlun aðildarsamningur
Tilvísun
Vilborg Ása Guðjónsdóttir. „Hefur ESB krafið Ísland um aðlögun að regluverki sambandsins á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar?“. Evrópuvefurinn 9.12.2011. http://evropuvefur.is/svar.php?id=61379. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Vilborg Ása Guðjónsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og verkefnastjóri á Evrópuvef