Spurning

Umsóknarríki

Spyrjandi

Evrópuvefur

Svar

Umsóknarríki (e. candidate country) að Evrópusambandinu eru þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu og uppfylla svokölluð Kaupmannahafnarviðmið. Ríki verður formlega umsóknarríki þegar umsókn um aðild að ESB hefur verið samþykkt af leiðtogaráðinu á grundvelli tilmæla frá framkvæmdastjórninni.

Þegar þetta er skrifað í lok árs 2013 eru umsóknarríki að ESB þessi: Ísland, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland.

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur20.12.2013

Tilvísun

Evrópuvefur. „Umsóknarríki“. Evrópuvefurinn 20.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=66502. (Skoðað 21.11.2024).

Höfundur

Evrópuvefur

Við þetta svar er engin athugasemd Fela