Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?
Spyrjandi
G. Pétur Matthíasson
Svar
Í þessu svari er gert ráð fyrir því að Ísland gengi í Evrópusambandið án nokkurra undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis í tengslum við sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Við inngöngu á þessum forsendum mundu íslensk stjórnvöld þurfa að hlíta sjávarútvegsreglum ESB undantekningarlaust en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á þessu sviði. Meginreglan um hlutfallslega stöðugar veiðar mundi að öllum líkindum tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum. Engin trygging er þó fyrir því að reglan um hlutfallslegan stöðugleika haldist óbreytt. Kvótahopp gæti enn fremur valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótuð sérstök löggjöf til að sporna við því.- setja á fót útgerð í ríki B,
- kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B, eða
- skrá skip sín í aðildarríki B,
- Rýniskýrsla samninganefndar í sjávarútvegsmálum. (2011). „Sjávarútvegsmál Fiskveiðistjórnun og umhverfið: Yfirlit yfir sjónarmið sem taka þarf tillit til vegna sérstöðu Íslands".
- Skýrsla starfshóps á vegum utanríkisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytis og hagsmunasamtaka í íslenskum sjávarútvegi (2004). „Fiskveiðiauðlindin, Ísland og Evrópusambandið“.
- Óttar Pálsson og Stefán Már Stefánsson. (2003). „Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins: Þróun, samanburður og staða Íslands“.
- Skýrsla Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, 2011.
- Kristrún M. Frostadóttir. (2011). „Íslenskur sjávarútvegur“.
- Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis. (2009).
- Fyrri mynd sótt af theguardian.co.uk, þann 29.03.2012.
- Seinni mynd sótt af Heimasíðu LÍÚ, þann 29.03.2012.
Ef Ísland yrði aðili að ESB og gengist inn á sjávarútvegsstefnu sambandsins myndu þá spænskir, breskir eða þýskir togarara geta stundað veiðar innan 200 mílnanna? Hvað - ef nokkuð - veitti þeim rétt til þess og hvað kæmi í veg fyrir það, óháð hugsanlegum útfærslum í samningi Íslands og ESB?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.3.2012
Flokkun:
Efnisorð
fiskveiðar efnahagslögsaga veiðiheimildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiðistjórnun veiðireynsla sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB kvótahopp ESB undanþágur sérlausnir valdaheimildir
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Fengju erlendir togarar aðgang að veiðum innan íslenskrar efnahagslögsögu, óháð hugsanlegum útfærslum í aðildarsamningi Íslands og ESB, ef Ísland yrði aðili að ESB?“. Evrópuvefurinn 30.3.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62237. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hversu mikið af heimilaðri veiði á ári hverju fengju togarar ESB að veiða í íslenskri landhelgi gengi Ísland í Evrópusambandið?
- Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?
- Um hvað snýst endurskoðunin á sjávarútvegsstefnu ESB sem nú stendur yfir?
- Hvaða áhrif mundi innganga Íslands í ESB hafa á frelsi í viðskiptum með íslenskar sjávarafurðir?
- Hver eru markmið Íslands á sviði sjávarútvegsmála í aðildarviðræðum við ESB?
"Þessi skilyrði voru til að mynda þau að landa þurfi 50% af afla skips í breskri höfn, að 50% áhafnarinnar sé búsettur í Bretlandi og að verulegur hluti allra viðskipta skipsins eiga að fara fram í Bretlandi."
Framsetning er röng þar sem aðeins þarf að uppfylla eitt skilyrði. Hér er rétt lýsing úr kvótahoppaskýrslu utanríkisráðuneytisins: "Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna atriða til að geta fengið úthlutað kvóta í Bretlandi: a) 50% af afla skipsins sé landað í breskri höfn, eða b) 50% áhafnar sé búsettur í Bretlandi (ekki nauðsynlega breskir ríkisborgarar), eða c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn í Bretlandi (lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða 50% af launagreiðslum útgerðarinnar), eða d) önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með blöndu ofangreindra skilyrða. Dæmi um slíkt er að helmingur veiðiferða sé frá breskri höfn og helmingur af tíma í landi sé innan Bretlands, eða 35% hafnardaga sé innan landsins og 40% kvóta sé landað í breskri höfn, eða 30% kvóta landað í breskri höfn og 45% útgerðarkostnaðar falli til innan Bretlands, o.fl." Það er algjörlega óhjákvæmilegt að líta framhjá því að breska niðurstaðan í kvótahoppi gæti haft gríðarlegar afleiðingar fyrir afkomu þjóðarinnar þar sem um 40% af útflutningstekjum kemur frá þessari grein.Þakka þér fyrir athugasemdina Eggert. Við höfum bætt því við svarið að skipum nægi að uppfylla eitt þessara skilyrða eða blöndu þeirra til þess að fá úthlutað kvóta.