Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjórn ESB og eftirlitsstofnun EFTA hafa ekki gagnkvæman rétt til meðalgöngu í málum fyrir EFTA-dómstólnum og dómstól Evrópusambandsins.EFTA-ríki, eftirlitsstofnun EFTA, bandalagið og framkvæmdastjórn EB hafa rétt til meðalgöngu í málum fyrir dómstólnum. Sama rétt hafa einstaklingar sem hafa hagsmuna að gæta við úrlausn mála er lögð hafa verið fyrir dómstólinn, þó ekki í málum milli EFTA-ríkjanna eða milli EFTA-ríkjanna og eftirlitsstofnunar EFTA.Til að styrkja lagalega einsleitni á Evrópska efnahagssvæðinu var nauðsynlegt að EFTA-ríkin og eftirlitsstofnun EFTA hefðu sambærilegan rétt fyrir dómstól Evrópusambandsins. Í sérstakri yfirlýsingu við EES-samninginn lýsti Evrópubandalagið, eins og Evrópusambandið hét þá, þar af leiðandi yfir að það mundi breyta ákvæðum stofnsamþykktar dómstóls Evrópubandalagsins, annars vegar um réttinn til að leggja fram skriflegar athugasemdir við dóminn (þá 20. gr. stofnsamþykktar dómstóls Evrópubandalagsins) og hins vegar um réttinn til meðalgöngu (þá 37. gr. stofnsamþykktar dómstóls Evrópubandalagsins).
Aðildarríki og stofnanir sambandsins hafa rétt til meðalgöngu í málum fyrir dómstólnum. Sama rétt hafa aðilar, skrifstofur og sérstofnanir sambandsins svo og aðrir þeir sem geta sýnt fram á að þeir hafi hagsmuna að gæta við úrlausn máls er lagt hefur verið fyrir dómstólinn. Einstaklingar og lögaðilar mega ekki ganga inn í mál sem rekið er milli aðildarríkja, milli stofnana sambandsins eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Með fyrirvara um aðra málsgrein geta ríkin, sem eru aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið en eru ekki aðildarríki, og eftirlitsstofnun EFTA, sem um getur í þeim samningi, gengið inn í mál fyrir dómstólnum svo fremi málið heyri undir gildissvið þess samnings.Í skýringarritum við sáttmála Evrópusambandsins (sjá til að mynda Groeben og Schwarze, 2003) hefur meðalgönguákvæðið verið túlkað þannig að EFTA-ríkin og eftirlitsstofnun EFTA hafi:
- Sama rétt til meðalgöngu og aðildarríki og stofnanir ESB í þeim málum sem heyra undir gildissvið EES-samningsins (3. mgr.), og
- geti í öðrum málum haft meðalgöngu á sömu forsendum og aðrir aðilar í samræmi við 2. mgr.
- Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið.
- Samningur EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls.
- Sáttmálinn um Evrópusambandið og sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins (Lissabon-útgáfan).
- Stofnsamþykkt EFTA dómstólsins (bókun 5 við samninginn um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls).
- Yfirlýsing Evrópubandalagsins um réttindi EFTA-ríkjanna gagnvart EB-dómstólnum.
- Stofnsamþykkt dómstóls Evrópubandalagsins (bókun 11 við sáttmálann um stofnun efnahagsbandalags Evrópu).
- Nice-samkomulagið.
- Sabine Hackspiel (2003) í Groeben og Schwarze (útg.): Kommentar zum EU-/EG-Vertrag, 40 grein. (Rn. 4). 6. útgáfa.
- Sabine Hackspiel (2003) í Rengeling, Middeke og Gellermann (útg.): Handbuch des Rechtsschutzes in der EU 22. grein (Rn. 24-26). 2. útgáfa.
- Ársskýrsla eftirlitsstofnunar EFTA 2010.
- Ársskýrsla eftirlitsstofnunar EFTA 2011.
- Dómur í máli framkvæmdastjórnarinnar gegn Portúgal nr. C-439/09.
- Úrskurður forseta dómstóls Evrópusambandsins um kröfu eftirlitsstofnunar EFTA til meðalgöngu í máli C-439/09.
- Mynd sótt á heimasíðuna www.ranablad.no. 18.4.2012.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.4.2012
Efnisorð
EES-samningurinn eftirlitsstofnun EFTA framkvæmdastjórnin meðalganga EFTA-dómstóllinn dómstóll Evrópusambandsins einsleitt efnahagssvæði lagaleg einsleitni málsmeðferðarreglur
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?“. Evrópuvefurinn 20.4.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62445. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
- Hvað gerir framkvæmdastjórn ESB?
- Getur Evrópusambandið beitt sér gegn andlýðræðislegri þróun í aðildarríki eins og í Ungverjalandi nú?