Spurning
Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera? - Myndband
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera hið mesta til þess að flokkast sem gúrkur af miklum gæðum. Ný reglugerð um gæðastaðla fyrir banana tók gildi í janúar 2012. Hvorki í henni né í eldri reglugerð um sama efni eru gæði banana tengd við viðmið um það hve bognir eða beinir þeir eru, að undanskilinni þeirri lágmarkskröfu að bananar séu hvorki vanskapaðir né afbrigðilega sveigðir.This text will be replaced
Hægt er að lesa meira um banana og gúrkur í svari við spurningunni Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
Myndbandið er einnig aðgengilegt á YouTube-síðu Evrópuvefsins. Það er unnið í samstarfi við Áttavitann.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur10.8.2012
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera? - Myndband“. Evrópuvefurinn 10.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63044. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?
- Hvers vegna er Cheerios bannað í sumum löndum?
- Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?
- Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela