Spurning
Svæðanefndin
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Svæðanefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1994 í þeim tilgangi að efla aðkomu sveitarstjórna og annarra svæðisbundinna yfirvalda í aðildarríkjunum að ákvarðanatökuferli sambandsins. Svæðanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, framkvæmdastjórninni og ráðinu. Nefndin hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Markmið svæðanefndarinnar er að skapa fulltrúum minni stjórnsýslueininga vettvang til að taka virkan þátt í mótun nýrrar ESB-löggjafar, en um það bil þrír fjórðu hlutar ESB-löggjafar koma til framkvæmdar hjá sveitarfélögum eða svæðisbundnum yfirvöldum aðildarríkjanna. Svæðanefndinni er því ætlað að efla aðkomu sveitar- og héraðsstjórna að ákvarðanatökuferli sambandsins og veita þeim tækifæri til að móta löggjöf ESB á þeim sviðum sem snerta hagsmuni svæðiseininga. Með Lissabon-sáttmálanum var hlutverk svæðanefndarinnar eflt og ber Evrópuþinginu, framkvæmdastjórninni og ráðinu nú að hafa samráð við nefndina við setningu laga í málaflokkum sem varða:- Efnahagslega og félagslega samheldni.
- Samevrópsk netkerfi.
- Umhverfismál.
- Heilbrigðismál.
- Menntun og menningarmál.
- Atvinnumál.
- Félagsmál.
- Starfsþjálfun.
- Samgöngumál.
- Almannavarnir.
- Loftslagsbreytingar.
- Orkumál.
Aðildarríki | Fjöldi fulltrúa |
---|---|
Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland | 24 |
Pólland og Spánn | 21 |
Rúmenía | 15 |
Austurríki, Belgía, Búlgaría, Grikkland, Holland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland og Ungverjaland | 12 |
Danmörk, Finnland, Írland, Króatía, Litháen og Slóvakía | 9 |
Eistland, Lettland og Slóvenía | 7 |
Kýpur og Lúxemborg | 6 |
Malta | 5 |
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.9.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB svæðanefnd Evrópusambandsins framkvæmdastjórnin Evrópuþingið ráðið Lissabon-sáttmálinn svæði sveitarstjórnir héruð svæðisyfirvöld staðaryfirvöld
Tilvísun
Evrópuvefur. „Svæðanefndin“. Evrópuvefurinn 21.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63268. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela