Spurning
Efnahags- og félagsmálanefnd
Spyrjandi
Evrópuvefur
Svar
Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins (e. European Economic and Social Committee) var sett á fót með Rómarsáttmálanum, árið 1957, í þeim tilgangi að ljá hagsmunahópum rödd á vettvangi sambandsins og styrkja þannig lýðræðislegt lögmæti þess. Nefndin er meðal annars skipuð fulltrúum vinnuveitenda og launþega úr aðildarríkjunum og gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, framkvæmdastjórninni og ráðinu um mál sem varða efnahagsleg og félagsleg réttindi. Nefndin hefur aðsetur í Brussel í Belgíu. Meðlimir í nefndinni eru 344 talsins og skiptast milli aðildarríkjanna í grófu hlutfalli við íbúafjölda þeirra (sjá töflu). Þeir eru tilnefndir af aðildarríkjunum og skipaðir af ráðinu til fimm ára í senn með heimild til endurnýjunar skipunartímans.Aðildarríkin | Fjöldi fulltrúa |
---|---|
Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland | 24 |
Pólland og Spánn | 21 |
Rúmenía | 15 |
Austurríki, Belgía, Búlgaría, Grikkland, Holland, Portúgal, Svíþjóð, Tékkland og Ungverjaland | 12 |
Danmörk, Finnland, Írland, Litháen og Slóvakía | 9 |
Eistland, Lettland og Slóvenía | 7 |
Kýpur og Lúxemborg | 6 |
Malta | 5 |
- Stefnu sambandsins í félagsmálum.
- Efnahagslega og félagslega samheldni.
- Umhverfismál.
- Menntunarmál.
- Heilbrigðismál.
- Neytendavernd.
- Iðnað.
- Samevrópsk netkerfi.
- Skattheimtu.
- Byggðamál.
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur21.9.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB efnahags- og félagsmálanefndin Evrópuþingið framkvæmdastjórnin ráðið Maastricht-sáttmálinn svæðanefndin efnahagsleg og félagsleg réttindi ráðgefandi ráðgjöf álit
Tilvísun
Evrópuvefur. „Efnahags- og félagsmálanefnd“. Evrópuvefurinn 21.9.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63269. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
Við þetta svar er engin athugasemd
Fela