Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?
Spyrjandi
Arnar Steinn Þorsteinsson
Svar
Undanfarin ár hefur Evrópusambandið beitt æ harðari refsiaðgerðum gegn Íran. Sambandið beitir alla jafna refsiaðgerðum á grundvelli ályktana sem samþykktar hafa verið á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Evrópusambandið getur þó einnig ákveðið að beita frekari refsiaðgerðum á grundvelli sameiginlegu stefnunnar í utanríkis- og öryggismálum. Refsiaðgerðir ESB gegn Íran fela meðal annars í sér rof diplómatískra tengsla, efnahags- og viðskiptaþvinganir og takmörkun á ferðafrelsi tiltekinna aðila til aðildarríkja sambandsins. Ráð ESB ákvað 15. október síðastliðinn að herða refsiaðgerðir gegn Íran enn frekar og eru það hörðustu refsiaðgerðir sem sambandið hefur samþykkt að beita gegn Íran fram til þessa.- European Union - EEAS (European External Action Service) - Brief history of relations between EU and Iran. (Skoðað 16.10.2012).
- European Union - EEAS (European External Action Service) - Iran´s nuclear programme. (Skoðað 16.10.2012).
- Upplýsingar um refsiaðgerðir ESB. (Skoðað 18.10.2012).
- Uppfært yfirlit yfir samskipti ESB og Íran frá 16, október 2012. (Skoðað 23.10.2012).
- International Atomic Energy Agency (IAEA) :: IAEA and Iran. (Skoðað 23.10.2012).
- Mynd: Connecting the Nuclear Dots on Iran. (Sótt 2.11.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 2.11.2012
Flokkun:
Efnisorð
Evrópusambandið Íran refsiaðgerðir kjarnorkuáætlun Alþjóðakjarnorkumálastofnunin öryggisráðið ráðið framkvæmdastjórnin auðgun úrans kjarnorkuvopn
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvernig beitir ESB sér í refsiaðgerðum gegn Íran vegna meintra tilrauna þarlendra stjórnvalda til að koma upp kjarnorkuvopnum?“. Evrópuvefurinn 2.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63350. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvernig bregst ESB við ef ráðist er á eitt ríki í sambandinu, fara þá öll ríkin í stríð?
- Er Evrópusambandið með einhvers konar Evrópuher og eru aðildarríkin skyldug til að taka þátt í honum?
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Í hverju felast refsiaðgerðir ESB gegn Íran?