Spurning

Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?

Spyrjandi

Bjarki Páll Gunnarsson, Steinunn Sara Hallsdóttir

Svar

Spurningunni um hver afdrif íslensk sjávarútvegs yrðu ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu er ekki hægt að svara með fullri vissu að svo stöddu. Enn er unnið að mótun samningsmarkmiða Íslands í sjávarútvegsmálum fyrir aðildarviðræður Íslands við ESB og viðræður um þennan kafla eru ekki hafnar. Endanlegt svar um heildaráhrif aðildar á atvinnuveginn er því háð töluverðri óvissu.

Evrópuvefurinn hefur þegar fjallað þónokkuð um áhrif mögulegarar aðildar Íslands að ESB á íslenskan sjávarútveg. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar eru forræði Íslands yfir fiskimiðum sínum, aðgengi erlendra aðila að íslenskum miðum, kvótakerfið, kvótahopp, ríkisstyrkir, makríldeilan, vöruútflutningur Íslands á sjávarafurðum, markmið Íslands í samningaviðræðunum sem og undanþágur, sérlausnir, ákvarðanataka og stefnumótun á sviði sjávarútvegsmála innan ESB, svo eitthvað sé nefnt. Við bendum lesendum sérstaklega á svörin við þessum spurningum:

Þetta er að sjálfsögðu ekki tæmandi listi yfir þá þætti sem gætu haft áhrif á íslenskan sjávarútveg ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kæmi, heldur einungis listi yfir þau svör sem birst hafa á Evrópuvefnum til þessa og svara ofangreindri spurningu vonandi að einhverju leyti.

Önnur spurning:

  • Hvað verður um fiskinn okkar ef við göngum í Evrópusambandið?

Um þessa spurningu

Dagsetning

Útgáfudagur 3.5.2013

Tilvísun

Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað verður um sjávarútveg Íslendinga ef við göngum í ESB? Hvað mundi breytast?“. Evrópuvefurinn 3.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63653. (Skoðað 21.11.2024).

Höfundur

Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum

Við þetta svar er engin athugasemd Fela