Hvernig virkar aðildarferlið ef Ísland mundi ganga í ESB?
Spyrjandi
Sigurður Steinar Valdimarsson
Svar
Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi þurfa samþykki ráðherraráðs Evrópusambandsins, Evrópuþingsins, þjóðþinga allra aðildarríkja Evrópusambandsins og Alþingis Íslands áður en hann öðlaðist gildi. Staðfestingarferlið af Íslands hálfu yrði væntanlega framkvæmt þannig að fullmótaður aðildarsamningur yrði borinn undir íslensku þjóðina í atkvæðagreiðslu að lokinni kynningu og umræðu. Synji þjóðin aðildarsamningnum mundi Alþingi ekki aðhafast frekar í málinu. Samþykkti þjóðin aðildarsamninginn mundi Alþingi hins vegar ráðast í þær breytingar á stjórnarskránni, lögum og stofnunum sem aðild að Evrópusambandinu krefst. Ferlið tæki vart skemmri tíma en eitt ár og að öllum líkindum meira en það.- Nefndarálit meiri hluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. (Skoðað 10.05.2013).
- Tómas H. Heiðar: Minnisblað um ferli staðfestingar hugsanlegs aðildarsamnings milli Íslands og Evrópusambandsins. 2009. (Skoðað 10.05.2013).
- Samningaferlið - vidræður.is. (Skoðað 10.05.2013).
- Fullgildingarferli - vidræður.is. (Skoðað 10.05.2013).
- Alþingi - grapevine.is. (Sótt 10.05.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur10.5.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB aðildarferlið staðfestingarferli þjóðaratkvæðagreiðsla Evrópuþingið ráðið aðildarsamningur stjórnarskrá stjórnarskrárbreytingar ríkisvald Alþingi lagabreytingar aðildarumsókn
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvernig virkar aðildarferlið ef Ísland mundi ganga í ESB?“. Evrópuvefurinn 10.5.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63675. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hefur almenningur einhver áhrif á samningaviðræðurnar við ESB eða ákveður Alþingi og utanríkisráðherra alfarið hvernig þeim mun ljúka?
- Getur almenningur einhvers staðar fylgst með samningaferlinu við Evrópusambandið?
- Í reglum ESB um aðild nýrra ríkja stendur feitletrað að ekki sé hægt að semja um lög og reglur sambandsins heldur sé aðeins verið að fara yfir hvernig og hvenær umsóknarríkið muni aðlaga sig að reglum sambandsins. Hefur Ísland fengið undanþágu frá þessari reglu?
- Hvað fáum við marga þingmenn á Evrópuþingið ef Ísland gengur í ESB?
- Hvenær er talið að aðildarsamningurinn verði kláraður? Er það eitthvað vitað?
- Hver er staða Íslands ef við hættum viðræðum við ESB?
- Hversu margir íslenskir embættismenn starfa á vettvangi Evrópumála í tengslum við EES-samninginn? Hver yrði heildarfjölgun starfsmanna, ef Ísland gengi í ESB?
- Er einhverjum fulltrúa í samninganefnd Íslands gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa?
- Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?
- Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?