Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?
Spyrjandi
Garibaldi Sveinsson
Svar
Ef marka má mælikvarða Alþjóðaefnahagsráðsins og IMD viðskiptaháskólans í Sviss þá er Ísland yfir meðallagi í samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum í samanburði við aðildarríki ESB. Í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins árið 2012 er Ísland í 12. sæti ef staða Íslands er skoðuð í samanburði við 27 aðildarríki ESB. Í mælingu IMD viðskiptaháskólans í Sviss eru alls 10 ESB-ríki metin samkeppnishæfari á listanum og er Ísland því í 11. sæti í samanburði við öll ESB ríkin.- Grunngerðir og stofnanir
- Innviði, tæknistig og fjarskipti
- Efnahagslegan stöðugleika
- Skilvirkni markaða, markaðsstærð, vinnuafl, virkni fjármálamarkaðar og viðskipti
- Menntun og vísindi
- Nýsköpun og þróun
- Lífsgæði, heilbrigði og jöfnuð
Þau ESB-ríki sem listuð eru ofar en Ísland í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins | Þau ESB-ríki sem listuð eru ofar en Ísland í mælingu IMD viðskiptaháskólans í sviss |
---|---|
Finnland (3) | Svíþjóð (5) |
Svíþjóð (4) | Þýskaland (9) |
Holland (5) | Holland (11) |
Þýskaland (6) | Lúxemborg (12) |
Bretland (8) | Danmörk (13) |
Danmörk (12) | Finnland (17) |
Austurríki (16) | Bretland (18) |
Belgía (17) | Írland (20) |
Frakkland (21) | Austurríki (20) |
Lúxemborg (22) | Belgía (25) |
Írland (27) | ----- |
- Lokaskýrsla sóknaráætlunarinnar Ísland 2020 (2012). (Skoðað 30.11.2012).
- Niðurstöður Íslands í mælingu IMD viðskiptaháskólans 2012. (Skoðað 30.11.2012).
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands: Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað milli ára. (Skoðað 30.11.2012).
- Viðskiptaráð Íslands: Niðurstöður IMD 2012. (Skoðað 30.11.2012).
- Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. 2009. (Skoðað 30.11.2012).
- Stjórn Rannsóknarmiðstöðvar - ibr.hi.is. (Sótt 30.11.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.11.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB samkeppnismál samkeppnishæfni Alþjóðaefnahagsráðið IMD viðskiptaháskólinn í Sviss mælikvarðar alþjóðavæðing alþjóðamarkaðir samkeppnisþættir framleiðni vaxtarmöguleikar ríkja samkeppnishæfni Íslands íslensk fyrirtæki
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Eru íslensk fyrirtæki samkeppnishæf innan ESB?“. Evrópuvefurinn 30.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63768. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?
- Ef Ísland yrði hluti af ESB yrðu íslensk stjórnvöld þá neydd til að lækka virðisaukaskatt svo að íslensk verslun stæðist samkeppni frá öðrum Evrópuríkjum?
- Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?
- Hver er byggðastefna Evrópusambandsins?
- Hvetur ESB til einkaframtaks með stuðningi við fyrirtæki?
- Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?
- Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?