Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?
Spyrjandi
G. Pétur Matthíasson
Svar
Í vikunni voru sagðar fréttir af því í íslenskum fjölmiðlum að Danir væru skattakóngar Evrópusambandslandanna. Tilefnið var nýútkomin samantekt Eurostat um skatttekjur Evrópusambandsríkjanna á árinu 2011. Samkvæmt niðurstöðum Eurostat námu skatttekjur danska ríkisins 48,6% af vergri landsframleiðslu árið 2011 eða 8,6% meira en meðaltalshlutfall aðildarríkja ESB. Skatttekjur íslenska ríkisins á sama tíma voru hins vegar undir meðaltali ESB-ríkjanna og námu 35,9%. Spurningunni um hlutfall Íslands er auðsvarað þar eð samanburður Eurostat náði einnig til EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Sviss.- Figure 2: Ranking of total tax revenue by Member States and EFTA countries in 2011 as a % of GDP. (Sótt og íslenskuð 10.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur11.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
skatttekjur skattbyrði verg landsframleiðsla hlutfall samanburður aðildarríki Eurostat meðaltal EFTA-ríkin ESB-ríkin virðisaukaskattur vörugjöld innflutningsgjöld tekjuskattur eignaskattur fjármagnsskattur almannatryggingar
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Nú hefur ESB reiknað út skattbyrði landa sinna fyrir árið 2011, hvert er hlutfall Íslands til samanburðar?“. Evrópuvefurinn 11.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64122. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?
- Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?
- Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?
- Mér skilst að orkuverð eigi að vera jafnt í öllum ríkjum ESB, hvað mun verð á rafmagni hækka mikið hér við aðild?